Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 12:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sést hér í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins fyrir leik á móti Skotum á Laugardalsvellinum árið 2002. Getty/Vladimir Rys Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem nýr þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu og mun hann hafa Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Það er athyglisvert að skoða aðeins landsliðsferil þeirra Arnars og Eiðs Smára nú þegar þeir eru teknir við A-landsliðinu en þeir voru saman í landsliðinu í átta ár. Samtals spiluðu þeir félagarnir 150 A-landsleiki, Eiður Smári Guðjohnsen 88 og Arnar Þór Viðarsson 52. Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu samtals 38 A-landsleiki saman á sínum tíma frá 1999 til 2007. Guðjón Þórðarson var fyrsti A-landsliðsþjálfarinn til að tefla þeim báðum saman í leik á móti Andorra 4. septemner 1999 en þá komu þeir báðir inn á sem varamenn í 3-0 sigri á Laugardalsvellinum. Arnar Þór kom inn á sem varamaður á 28. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen á 78. mínútu. Eiður Smári skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í þessum leik. Arnar var þarna á sínu öðru ári hjá Lokeren en Eiður Smári var farinn að spila með Bolton. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Arnar Þór og Eiður Smári voru fyrst saman í byrjunarliðinu hjá A-landsliðinu í leik á móti Norður Írlandi á Laugardalsvellinum 11. október 2000. Ísland vann leikinn 1-0 með marki Þórðar Guðjónssonar á 88. mínútu en þjálfari liðsins var þá Atli Eðvaldsson. Sigurmarkið kom eftir aukaspyrnu frá Eiði Smára og skallasendingu frá Heiðari Helgusyni. Arnar Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum 39. A-landsleik en það var í 4-1 sigri í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku á Laugardalsvellinum. Markið kom einmitt eftir stoðsendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Alls voru Arnar og Eiður saman í byrjunarliði í 26 af þessum 38 A-landsleikjum sem þeir spiluðu saman og þeir voru líka oftar saman í hóp þar sem annar hvor eða báðir spiluðu ekki. Síðasti A-landsleikur þeirra saman endaði ekki vel en það var jafnframt 52. og síðasti A-landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar. Þegar hann spilaði sinn síðasta A-landsleik þá var hann kominn upp í 17. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Arnar situr í dag í sæti númer 35. Leikurinn var 3-0 tap á móti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 17. október 2007. Arnar fékk ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu eftir það því nýr landsliðsþjálfari, Ólafur Jóhannesson, valdi hann ekki í sitt landslið. Eiður Smári Guðjohnsen lék aftur á móti 39 landsleiki það sem eftir lifði af hans landsliðsferli en Eiður var í kringum A-landsliðið í níu ár í viðbót. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 „Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem nýr þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu og mun hann hafa Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Það er athyglisvert að skoða aðeins landsliðsferil þeirra Arnars og Eiðs Smára nú þegar þeir eru teknir við A-landsliðinu en þeir voru saman í landsliðinu í átta ár. Samtals spiluðu þeir félagarnir 150 A-landsleiki, Eiður Smári Guðjohnsen 88 og Arnar Þór Viðarsson 52. Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu samtals 38 A-landsleiki saman á sínum tíma frá 1999 til 2007. Guðjón Þórðarson var fyrsti A-landsliðsþjálfarinn til að tefla þeim báðum saman í leik á móti Andorra 4. septemner 1999 en þá komu þeir báðir inn á sem varamenn í 3-0 sigri á Laugardalsvellinum. Arnar Þór kom inn á sem varamaður á 28. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen á 78. mínútu. Eiður Smári skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í þessum leik. Arnar var þarna á sínu öðru ári hjá Lokeren en Eiður Smári var farinn að spila með Bolton. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Arnar Þór og Eiður Smári voru fyrst saman í byrjunarliðinu hjá A-landsliðinu í leik á móti Norður Írlandi á Laugardalsvellinum 11. október 2000. Ísland vann leikinn 1-0 með marki Þórðar Guðjónssonar á 88. mínútu en þjálfari liðsins var þá Atli Eðvaldsson. Sigurmarkið kom eftir aukaspyrnu frá Eiði Smára og skallasendingu frá Heiðari Helgusyni. Arnar Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum 39. A-landsleik en það var í 4-1 sigri í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku á Laugardalsvellinum. Markið kom einmitt eftir stoðsendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Alls voru Arnar og Eiður saman í byrjunarliði í 26 af þessum 38 A-landsleikjum sem þeir spiluðu saman og þeir voru líka oftar saman í hóp þar sem annar hvor eða báðir spiluðu ekki. Síðasti A-landsleikur þeirra saman endaði ekki vel en það var jafnframt 52. og síðasti A-landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar. Þegar hann spilaði sinn síðasta A-landsleik þá var hann kominn upp í 17. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Arnar situr í dag í sæti númer 35. Leikurinn var 3-0 tap á móti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 17. október 2007. Arnar fékk ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu eftir það því nýr landsliðsþjálfari, Ólafur Jóhannesson, valdi hann ekki í sitt landslið. Eiður Smári Guðjohnsen lék aftur á móti 39 landsleiki það sem eftir lifði af hans landsliðsferli en Eiður var í kringum A-landsliðið í níu ár í viðbót.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 „Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Sjá meira
Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15
Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37
„Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00
Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16
Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17