Klopp skaut aðeins á Manchester þegar hann tók við verðlaunum sínum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 08:31 Það var létt yfir þeim Jürgen Klopp og Jordan Henderson eftir stórsigur Liverpool á Crystal Palace um helgina. Getty/Marc Atkins Vikan varð enn betri fyrir Liverpool og knattspyrnustjóra liðsins í gærkvöldi þegar Liverpool var sigursælt á uppskeruhátíð íþróttaársins á breska ríkisútvarpinu. Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA.
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira