Enski boltinn

Tíu leikmenn Fulham héldu stiginu gegn Newcastle

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sjálfsmark í uppsiglingu
Sjálfsmark í uppsiglingu vísir/Getty

Newcastle United og Fulham skildu jöfn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin mættust á St.James´ Park í Newcastle í kvöld.

Bæði lið eru að berjast í neðri hluta deildarinnar en Newcastle hafði átta stigum meira en nýliðar Fulham þegar kom að leik kvöldsins.

Gestirnir komust yfir með slysalegu sjálfsmarki Matt Ritchie á lokamínútum fyrri hálfleiks.

Danski varnarmaðurinn Joachim Andersen komst í hann krappann eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot innan vítateigs.

Callum Wilson fór á vítapunktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn.

Fleiri urðu mörkin ekki. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og enn átta stig á milli liðanna sem eru í 12. og 17.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×