Enski boltinn

Arteta hefur beðið Arsenal að hafa samband við Real Madrid og Lyon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikel Arteta hefur legið undir mikilli gagnrýni að undanförnu.
Mikel Arteta hefur legið undir mikilli gagnrýni að undanförnu. Andy Rain/Getty Images

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er sagður hafa beðið forráðamenn félagsins að kanna möguleikann á því að fá annað hvort Isco eða Houssem Aouar til félagsins.

Arteta er sagður vilja styrkja sóknarleikinn hjá félaginu og fá sóknarþenkjandi miðjumann inn. Því er Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, sammála.

„Það er ljóst hvað við þurfum. Við þurfum leikmann inn á miðjuna með sköpunargáfu og við höfum þann leikmann ekki hjá félaginu núna,“ sagði Edu.

„Ég er Brasilíumaður og ég er mjög opin. Ég er ekki hræddur við að segja hlutina eins og þeir eru. Okkur líður ekki vel að vera í þessari stöðu sem við erum í en allir eru í einhverjum vandræðum.“

Spænski miðillinn Defensa Central hefur það eftir heimildum sínum að Arteta hafi Isco, hjá Real Madrid, og Houssem Aouar, hjá Lyon, efst á óskalista sínum.

Félagið hefur þó bara efni á einum þeirra því liðið gæti þurft að punga út stórri summu fyrir Aouar og er svo launapakki Isco ansi hár.

Arsenal mætir Everton á útivelli í dag en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa unnið tvo leiki í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.