Enski boltinn

Dier hrósar stjóra erkifjendanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eric Dier og félagar hans fagna vel.
Eric Dier og félagar hans fagna vel. vísir/getty

Það andar yfirleitt köldu lofti á milli Norður-Lundúnarliðanna Arsenal og Tottenham en nú hrósar leikmaður Tottenham Arsenal liðinu.

Eric Dier, varnar- og miðjumaður Tottenham, segir Arsenal liðið í góðum höndum því þeir hafa einn mest spennandi unga þjálfarann í Evrópu við stjórnvölinn.

Mikel Arteta tók við Arsenal á síðustu leiktíð og vann m.a. enska bikarinn. Gengið á þessari leiktíð hefur hins vegar verið dapurt og er liðið í 14. sætinu á meðan grannarnir í Tottenham eru á toppnum.

Arsenal og Tottenham mætast einmitt um helgina og að því tilefni hrósaði enski landsliðsmaðurinn liði Arsenal og spænska stjóranum.

„Það eru mikil glæði í þeirra liði og þeir eru með stjóra sem er mjög spennandi þjálfari. Hann er líklega mest spennandi ungi þjálfarinn í Evrópu,“ sagði Dier í samtali við Goal.

„Mér líkar vel við hvernig þeir spila eða að minnsta kosti hvernig fótbolta Arteta vill að þeir spili. Liðið þeirra er í góðum höndum,“ bætti Dier við.

Áður en Tottenham mætir Arsenal um helgina þá spila þeir á útivelli gegn LASK í Evrópudeildinni í kvöld. Tottenham kemst með sigri áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×