Frank Lampard, stjóri Chelsea, er talinn horfa hýru auga til varnarmannsins sem er með mikla reynslu þrátt fyrir að vera einungis 28 ára gamall.
Pini Zavahi, umboðsmaður Alaba, hefur oftar en einu sinni skilað leikmönnum til Chelsea en Austurríkismaðurinn fær ekki nýjan samning hjá Bayern. Honum er því leyfilegt að ræða við önnur félög frá og með janúar.
Real Madrid, Juventus og PSG eru á meðal liða sem hafa verið orðuð við varnarmanninn en ensku liðin Liverpool og Man. City eru einnig talin horfa til Alaba.
Lampard er talinn horfa á Alaba við hlið Ben Chilwell í vinstri hluta varnar Chelsea en Alaba hefur unnið tuttugu bikara á sínum ferli hjá Bayern; þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og þýsku úrvalsdeildina níu sinnum.
Chelsea 'believe they're in pole position to land Bayern star David Alaba next summer' https://t.co/3PVo9tPN81
— MailOnline Sport (@MailSport) December 1, 2020