Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2020 13:00 Maður fylgist með gróðureldi nærri húsi sínu í Kaliforníu í október. Eldarnir sem brunnu í vestanverðum Bandaríkjunum í lok sumar og byrjun hausts voru þeir verstu sem sögur fara af. Vísir/Getty Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. Í bráðabirgðaskýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um ástand loftslagsins sem birt var í dag kemur fram að árið 2020 stefni á að verða í hópi þriggja hlýjustu ára frá því að beinar veðurathuganir hófust í kringum 1850. Líklegast þykir að það verði það annað hlýjasta, aðeins svalara en árið 2016 en örlítið hlýrra en 2019. Hverfandi munur er þó á meðalhita áranna þriggja. Áratugurinn 2011 til 2020 verður sá hlýjasti frá því að mælingar hófust og hlýjustu sex árin eru undanfarin sex ár til og með 2015. Losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni hefur dregist töluvert saman á þessu ári frá því í fyrra vegna áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins. Talið er að samdrátturinn á milli ára verði fordæmalaus. Vegna uppsöfnunar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar og þess að losunin á þessu ári verður áfram talin í tugum milljarða tonna heldur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar áfram að rísa sem mun leiða til frekari hlýnunar. 1/5 að hlýnun fari yfir 1,5°C á næstu fjórum árum Frá janúar til október hefur meðalhiti jarðar verið um 1,2°C yfir meðaltali áranna 1850 til 1900 sem eru notuð sem viðmið fyrir loftslag áður en menn byrjuðu að hafa stórfelld áhrif á það upp úr iðnbyltingunni. Nú eru líkurnar á því að hlýnunin verði tímabundið meiri en 1,5°C fyrir árið 2024 taldar að minnsta kosti einn á móti fimm. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins, sem var undirritað fyrir fimm árum, var að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C á þessari öld. Sérstaklega hlýtt hefur verið í norðanverðri Asíu, ekki síst Síberíu. Þar hefur hitinn í ár verið 5°C yfir meðaltali. Í júní mældust 38°C í síberísku borginni Verkhojansk en það er talinn hæsti hitinn sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitabylgjan í Síberíu hefur haft miklar afleiðingar fyrir náttúru og aðstæður á norðurskautinu. Gróðureldar sem geisuðu þar í sumar voru þeir verstu hvað varðar kolefnislosun út í andrúmsloftið í átján ár og þá var íslaust í Laptev-hafi, norður af Síberíu, fram í blálok október. Einstaklega lítið hefur verið um hafís þar í vor, sumar og haust. Siglingarleiðin norður fyrir Síberíu var íslaus eða því sem næst frá júlí og fram í október. Svonefndar La niña-aðstæður sem nú ríkja í Kyrrahafi og hafa almennt kólnandi áhrif á meðalhita jarðar hafa ekki dugað til þess að draga verulega úr hlýnun loftslags á þessu ári. Hamfarir og veðuröfgar Hlýindunum í ár hafa fylgt margs konar náttúruöfgar og hamfarir, þar á meðal hitabylgjur í sjó og á landi, gróðureldar í Ástralíu, Síberíu, vesturströnd Bandaríkjanna og Suður-Ameríku, metfjöldi fellibylja á Atlantshafi og mikil flóð í hluta Afríku og Suðaustur-Asíu. Alls er talið að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín af þessum sökum á fyrri hluta árs 2020, fyrst og fremst vegna vatnaveðurs og hamfara. Kórónuveirufaraldurinn er sagður hafa torveldað rýmingar á hamfarasvæðum. Á Filippseyjum hafi til dæmis þurft að flytja 180.000 úr vegi fellibyljarins Vongfong um miðjan maí. Ekki var þó hægt að flytja íbúana burt í stórum hópum og neyðarskýli voru aðeins hálfnýtt vegna reglna um fjarlægðarmörk til að forðast smithættu. Verstu gróðureldar sem sögur fara af geisuðu í vestanverðum Bandaríkjunum síðsumars og fram á haust. Þeir fylgdu í kjölfar mikilla þurrka og hita. Þær 54,4°C sem mældust í Dauðadalnum í Kaliforníu 16. ágúst er mesti hiti sem hefur mælst á jörðinni í að minnsta kosti áttatíu ár. Svipaða sögu var að segja í Ástralíu þar sem hitamet voru slegin í hitabylgju um suðurhvelssumarið í janúar. Þar urðu einnig mannskæðir gróðureldar. Fellibyljatímabilið í ár var sérstaklega virkt og í Norður-Atlantshafi hafa aldrei fleiri stórir fellibyljar myndast. Þeir voru meira en tvöfalt fleiri í ár en meðaltal áranna 1981 til 2010. Flóð voru sérstaklega skæð í Austur-Afríku, Sahel-svæðinu í Afríku, Suður-Asíu, Kína og Víetnam. Þannig létust á fimmta hundrað manns í flóðum í Súdan og Keníu en metflóð voru í Viktoríuvatni, Níger- og Nílarfljótum. Flóðin áttu einnig þátt í miklum engisprettufaraldri. Á Indlandi var monsúntímabilið það annað votasta frá árinu 1994. Ágúst var sá úrkomusamasti í sögunni í Pakistan. Flóð gerðu íbúum í Bangladess, Nepal og Búrma lífið leitt. Í Kína ollu monsúnrigningar flóðum í Yangteze-fljóti sem kostuðu 279 manns lífið og þúsunda milljarða króna eignatjón. Í Víetnam gengu átta fellibyljir og hitabeltislægðir á land á fimm vikna tímabili og bættu gráu ofan á svart eftir úrhellismonsúnrigningar. Við methita í 80% hafsins Höf jarðar hafa gleypt við meginþorra þeirrar umframhlýnunar sem vaxandi gróðurhúsaáhrif hafa valdið. WMO segir að metsjávarhiti hafi verið á einhverjum tímapunkti í um 80% hafsins á þessu ári. Í Laptev-hafi var sterk hitabylgja frá júní fram í október sem er talin skýra hversu seint hafís myndaðist þar í haust. Hafísinn á norðurskautinu náði lágmarki sínu í september og var það önnur minnsta útbreiðsla hans frá því að gervihnattaathuganir hófust fyrir 42 árum. Aldrei hefur mælst minni hafís í júlí og október en í ár. Við Suðurskautslandið, þar sem aðstæður eru aðrar en á norðurskautinu, var hafís við eða jafnvel rétt fyrir ofan meðaltal síðustu fjögurra áratuga. Grænlandsjökull hélt áfram að tapa massa þó að það hafi verið minna en í fyrra. Áætlað er að um 152 milljarðar tonna íss hafi bráðnað í ár. Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Í bráðabirgðaskýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um ástand loftslagsins sem birt var í dag kemur fram að árið 2020 stefni á að verða í hópi þriggja hlýjustu ára frá því að beinar veðurathuganir hófust í kringum 1850. Líklegast þykir að það verði það annað hlýjasta, aðeins svalara en árið 2016 en örlítið hlýrra en 2019. Hverfandi munur er þó á meðalhita áranna þriggja. Áratugurinn 2011 til 2020 verður sá hlýjasti frá því að mælingar hófust og hlýjustu sex árin eru undanfarin sex ár til og með 2015. Losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni hefur dregist töluvert saman á þessu ári frá því í fyrra vegna áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins. Talið er að samdrátturinn á milli ára verði fordæmalaus. Vegna uppsöfnunar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar og þess að losunin á þessu ári verður áfram talin í tugum milljarða tonna heldur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar áfram að rísa sem mun leiða til frekari hlýnunar. 1/5 að hlýnun fari yfir 1,5°C á næstu fjórum árum Frá janúar til október hefur meðalhiti jarðar verið um 1,2°C yfir meðaltali áranna 1850 til 1900 sem eru notuð sem viðmið fyrir loftslag áður en menn byrjuðu að hafa stórfelld áhrif á það upp úr iðnbyltingunni. Nú eru líkurnar á því að hlýnunin verði tímabundið meiri en 1,5°C fyrir árið 2024 taldar að minnsta kosti einn á móti fimm. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins, sem var undirritað fyrir fimm árum, var að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C á þessari öld. Sérstaklega hlýtt hefur verið í norðanverðri Asíu, ekki síst Síberíu. Þar hefur hitinn í ár verið 5°C yfir meðaltali. Í júní mældust 38°C í síberísku borginni Verkhojansk en það er talinn hæsti hitinn sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitabylgjan í Síberíu hefur haft miklar afleiðingar fyrir náttúru og aðstæður á norðurskautinu. Gróðureldar sem geisuðu þar í sumar voru þeir verstu hvað varðar kolefnislosun út í andrúmsloftið í átján ár og þá var íslaust í Laptev-hafi, norður af Síberíu, fram í blálok október. Einstaklega lítið hefur verið um hafís þar í vor, sumar og haust. Siglingarleiðin norður fyrir Síberíu var íslaus eða því sem næst frá júlí og fram í október. Svonefndar La niña-aðstæður sem nú ríkja í Kyrrahafi og hafa almennt kólnandi áhrif á meðalhita jarðar hafa ekki dugað til þess að draga verulega úr hlýnun loftslags á þessu ári. Hamfarir og veðuröfgar Hlýindunum í ár hafa fylgt margs konar náttúruöfgar og hamfarir, þar á meðal hitabylgjur í sjó og á landi, gróðureldar í Ástralíu, Síberíu, vesturströnd Bandaríkjanna og Suður-Ameríku, metfjöldi fellibylja á Atlantshafi og mikil flóð í hluta Afríku og Suðaustur-Asíu. Alls er talið að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín af þessum sökum á fyrri hluta árs 2020, fyrst og fremst vegna vatnaveðurs og hamfara. Kórónuveirufaraldurinn er sagður hafa torveldað rýmingar á hamfarasvæðum. Á Filippseyjum hafi til dæmis þurft að flytja 180.000 úr vegi fellibyljarins Vongfong um miðjan maí. Ekki var þó hægt að flytja íbúana burt í stórum hópum og neyðarskýli voru aðeins hálfnýtt vegna reglna um fjarlægðarmörk til að forðast smithættu. Verstu gróðureldar sem sögur fara af geisuðu í vestanverðum Bandaríkjunum síðsumars og fram á haust. Þeir fylgdu í kjölfar mikilla þurrka og hita. Þær 54,4°C sem mældust í Dauðadalnum í Kaliforníu 16. ágúst er mesti hiti sem hefur mælst á jörðinni í að minnsta kosti áttatíu ár. Svipaða sögu var að segja í Ástralíu þar sem hitamet voru slegin í hitabylgju um suðurhvelssumarið í janúar. Þar urðu einnig mannskæðir gróðureldar. Fellibyljatímabilið í ár var sérstaklega virkt og í Norður-Atlantshafi hafa aldrei fleiri stórir fellibyljar myndast. Þeir voru meira en tvöfalt fleiri í ár en meðaltal áranna 1981 til 2010. Flóð voru sérstaklega skæð í Austur-Afríku, Sahel-svæðinu í Afríku, Suður-Asíu, Kína og Víetnam. Þannig létust á fimmta hundrað manns í flóðum í Súdan og Keníu en metflóð voru í Viktoríuvatni, Níger- og Nílarfljótum. Flóðin áttu einnig þátt í miklum engisprettufaraldri. Á Indlandi var monsúntímabilið það annað votasta frá árinu 1994. Ágúst var sá úrkomusamasti í sögunni í Pakistan. Flóð gerðu íbúum í Bangladess, Nepal og Búrma lífið leitt. Í Kína ollu monsúnrigningar flóðum í Yangteze-fljóti sem kostuðu 279 manns lífið og þúsunda milljarða króna eignatjón. Í Víetnam gengu átta fellibyljir og hitabeltislægðir á land á fimm vikna tímabili og bættu gráu ofan á svart eftir úrhellismonsúnrigningar. Við methita í 80% hafsins Höf jarðar hafa gleypt við meginþorra þeirrar umframhlýnunar sem vaxandi gróðurhúsaáhrif hafa valdið. WMO segir að metsjávarhiti hafi verið á einhverjum tímapunkti í um 80% hafsins á þessu ári. Í Laptev-hafi var sterk hitabylgja frá júní fram í október sem er talin skýra hversu seint hafís myndaðist þar í haust. Hafísinn á norðurskautinu náði lágmarki sínu í september og var það önnur minnsta útbreiðsla hans frá því að gervihnattaathuganir hófust fyrir 42 árum. Aldrei hefur mælst minni hafís í júlí og október en í ár. Við Suðurskautslandið, þar sem aðstæður eru aðrar en á norðurskautinu, var hafís við eða jafnvel rétt fyrir ofan meðaltal síðustu fjögurra áratuga. Grænlandsjökull hélt áfram að tapa massa þó að það hafi verið minna en í fyrra. Áætlað er að um 152 milljarðar tonna íss hafi bráðnað í ár.
Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira