Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 13:32 Milljarðar engisprettna herja nú á fjölda ríkja í Austur-Afríku og vestanverðri Asíu. Vísir/EPA Uppskera í austanverðri Afríku og vestanverðri Asíu er í hættu vegna gríðarlegs engisprettufaraldurs sem herjar á fjölda landa þar. Sameinuðu þjóðirnar biðla til ríkja heims um aukin fjárframlög til að verjast plágunni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hungursneyð gæti vofað yfir Austur-Afríku fái ekki frekara fjármagn og biður um 62 milljónir dollara, jafnvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna. Qu Dongyu, yfirmaður stofnunarinnar, segir að næstu vikur eigi eftir að skipta sköpum um hvort takist að halda faraldrinum í skefjum. Mesta hættan er talin á ferðum í löndum austanverðrar Afríku, Jemen, Persaflóaríkjum, Íran, Pakistan og á Indlandi. Í löndunum þremur sem hafa orðið verst úti til þessa, Kenía, Eþíópíu og Sómalíu, ætlar FAO að þurfi að úða um 100.000 hektara ræktarlands með skordýraeitri í hverju landi fyrir sig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Löndin skortir búnað og mannskap til þess að glíma við pláguna. Þau þurfa farartæki, flugvélar, öryggisbúnað fyrir fólk, talstöðvar og GPS-tæki svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja að mesta árangur beri að úða eitri úr lofti og á jörðu og að fylgjast stöðugt með svermunum þegar þeir ferðast um. Engispretturnar éta líkamsþyngd sína af fæðu á hverjum degi og fjölga sér svo hratt að talið er að fjöldi þeirra gæti fjögurhundruðfaldast fyrir júní. Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tengdar fréttir Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14 Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Uppskera í austanverðri Afríku og vestanverðri Asíu er í hættu vegna gríðarlegs engisprettufaraldurs sem herjar á fjölda landa þar. Sameinuðu þjóðirnar biðla til ríkja heims um aukin fjárframlög til að verjast plágunni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hungursneyð gæti vofað yfir Austur-Afríku fái ekki frekara fjármagn og biður um 62 milljónir dollara, jafnvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna. Qu Dongyu, yfirmaður stofnunarinnar, segir að næstu vikur eigi eftir að skipta sköpum um hvort takist að halda faraldrinum í skefjum. Mesta hættan er talin á ferðum í löndum austanverðrar Afríku, Jemen, Persaflóaríkjum, Íran, Pakistan og á Indlandi. Í löndunum þremur sem hafa orðið verst úti til þessa, Kenía, Eþíópíu og Sómalíu, ætlar FAO að þurfi að úða um 100.000 hektara ræktarlands með skordýraeitri í hverju landi fyrir sig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Löndin skortir búnað og mannskap til þess að glíma við pláguna. Þau þurfa farartæki, flugvélar, öryggisbúnað fyrir fólk, talstöðvar og GPS-tæki svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja að mesta árangur beri að úða eitri úr lofti og á jörðu og að fylgjast stöðugt með svermunum þegar þeir ferðast um. Engispretturnar éta líkamsþyngd sína af fæðu á hverjum degi og fjölga sér svo hratt að talið er að fjöldi þeirra gæti fjögurhundruðfaldast fyrir júní.
Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tengdar fréttir Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14 Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14
Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16