Enski boltinn

Agu­ero miður sín eftir and­lát Mara­dona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maradona með afabarni sínu, Benjamin Aguero.
Maradona með afabarni sínu, Benjamin Aguero. Gustavo Garello/Jam Media/Getty Images

Sergio Aguero, framherji Man. City, er enn miður sín eftir andlát Diego Maradona fyrr í vikunni. Þetta staðfesti Pep Guardiola, stjóri liðsins, á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

Sergio Aguero, framherji Man. City, er enn miður sín eftir andlát Diego Maradona fyrr í vikunni. Þetta staðfesti Pep Guardiola, stjóri liðsins, á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

Heimurinn hefur misst einn besta fótboltamann allra tíma og sonur Sergio Aguero hefur misst afa sinn. Aguero var giftur dóttir Maradona, Giannia, og eiga saman strákinn Benjamin.

City tekur á móti Burnley á sunnudaginn og um leið og Aguero var að jafna sig eftir meiðsli bárust þessar sorglegu fréttir.

„Það er erfitt fyrir mig að tala um tilfinningar en leikurinn gegn Olympiakos var erfiður,“ sagði Guardiola og hélt áfram.

„Sérstaklega fyrir son hans. Hann [Aguero] þekkti son hans vel og sonurinn var að missa afa sinn. Þetta er leiðinleg staða fyrir fjölskyldu hans en hann er í lagi.“

Aguero og Giannia skildu árið 2012.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.