Tóku myndir af sér brosandi við lík Maradonas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 13:30 Kista Diegos Maradona var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres. EPA-EFE/PRESIDENCY OF ARGENTINA Argentínumenn eru æfir vegna afar ósmekklegra mynda sem voru teknar við lík Diegos Maradona. Þrír starfsmenn sem voru ráðnir til að hjálpa við útför Diegos Maradona hafa verið fordæmdir fyrir að taka myndir af sér með líki argentínska snillingsins. Á tveimur myndum sjást mennirnir brosandi og með þumal á lofti við hlið kistu Maradonas þegar hún stóð opin í forsetahöllinni í Búenos Aíres. Matías Picón, forstjóri útfararstofunnar sem sá um útför Maradonas, sagðist vera miður sín vegna myndanna sem mennirnir tóku. Þeir voru ekki starfsmenn útfararstofunnar en voru ráðnir inn tímabundið til að hjálpa til við útförina. Picón sagði að fyrrverandi eiginkona Maradonas, Claudia Villafane, hafi verið bálreið þegar hann greindi henni frá myndunum. Ekki er vitað hvort fjölskylda Maradonas ætlar í mál vegna myndanna. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres í hálfan sólarhring en þúsundir manna gerðu sér ferð þangað til að votta honum virðingu sína. Ekki komust allir að og það sló í brýnu milli aðdáenda Maradonas og lögreglunnar sem beitti m.a. táragasi og plastkúlum. Maradona var svo jarðaður við hlið foreldra sinna í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres í gær. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstödd útförina. Maradona lést af völdum hjartaáfalls á miðvikudaginn, sextugur að aldri. Í kjölfarið var þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu. Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00 Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þrír starfsmenn sem voru ráðnir til að hjálpa við útför Diegos Maradona hafa verið fordæmdir fyrir að taka myndir af sér með líki argentínska snillingsins. Á tveimur myndum sjást mennirnir brosandi og með þumal á lofti við hlið kistu Maradonas þegar hún stóð opin í forsetahöllinni í Búenos Aíres. Matías Picón, forstjóri útfararstofunnar sem sá um útför Maradonas, sagðist vera miður sín vegna myndanna sem mennirnir tóku. Þeir voru ekki starfsmenn útfararstofunnar en voru ráðnir inn tímabundið til að hjálpa til við útförina. Picón sagði að fyrrverandi eiginkona Maradonas, Claudia Villafane, hafi verið bálreið þegar hann greindi henni frá myndunum. Ekki er vitað hvort fjölskylda Maradonas ætlar í mál vegna myndanna. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres í hálfan sólarhring en þúsundir manna gerðu sér ferð þangað til að votta honum virðingu sína. Ekki komust allir að og það sló í brýnu milli aðdáenda Maradonas og lögreglunnar sem beitti m.a. táragasi og plastkúlum. Maradona var svo jarðaður við hlið foreldra sinna í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres í gær. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstödd útförina. Maradona lést af völdum hjartaáfalls á miðvikudaginn, sextugur að aldri. Í kjölfarið var þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu.
Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00 Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00
Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00