Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 12:54 KR-ingar voru nánast eins nálægt Evrópusæti og hugsast getur. vísir/bára Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram
Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki