Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2020 14:01 Karlalið KR var þremur stigum frá Evrópusæti, með leik til góða, og komið í undanúrslit bikarkeppninnar þegar stjórn KSÍ sleit mótahaldi vegna kórónuveirufaraldursins, í samræmi við reglugerð sem kynnt var í sumar. vísir/bára KR hefur áfrýjað úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem á mánudag vísaði frá kæru KR-inga á hendur stjórn KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að málið sé farið að snúast um annað og meira en það hvort að tímabilið verði klárað. Það snúist um það hvort að stjórn KSÍ geti tekið hvaða ákvörðun sem hún vilji, á milli ársþinga, án þess að mögulegt sé að taka þær til efnislegrar umfjöllunar hjá dómstólum knattspyrnusambandsins. Nú liggur boltinn hjá áfrýjunardómstóli KSÍ og Páll bindur vonir við að málið fái þar umfjöllun. Hinn möguleikinn er að málinu verði vísað frá, eins og krafa stjórnar KSÍ var þegar málið var kært til aga- og úrskurðarnefndar: „Miðað við úrskurð aga- og úrskurðanefndar getur stjórn KSÍ tekið hvaða ákvörðun sem er,“ segir Páll. Það sé hættuleg staða ef aldrei megi véfengja ákvarðanir stjórnar KSÍ. Snýst ekki lengur um að byrja Íslandsmótið aftur Páll nefnir ýktari dæmi: „Við gætum þá búið við þá staðreynd til dæmis að stjórn KSÍ tæki þá ákvörðun að meina KR, Kórdrengjum eða hvaða liði sem er þátttöku í Íslandsmóti. Miðað við þennan úrskurð og málflutning knattspyrnusambandsins þá væri ekki hægt að bera þann úrskurð undir neinn einasta dómstól, því ákvarðanir stjórnar sambandsins séu óumdeildar,“ segir Páll. Kvennalið KR var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar móti var slitið, en átti tvo leiki til góða á önnur lið og alls fjóra leiki eftir.vísir/hulda margrét Páll segir að ekki sé hægt að einfaldlega treysta á að í stjórn KSÍ sitji svo skynsamt og gott fólk að því geti ekki orðið á í messunni: „Þetta snýst ekki lengur um það hvort að við ætlum að byrja Íslandsmótið aftur eða hvort að KR hafi mögulega orðið af einhverju í Evrópukeppni. Núna snýst þetta um það hvort að við getum borið ákvarðanir stjórnar KSÍ undir dómstól sambandsins, eða hefur stjórnin rétt fyrir sér með það að ákvarðanir hennar séu hafnar yfir lög og reglur, og hún geti tekið hvaða ákvörðun sem er? Við getum ekki bara treyst því að formaður KSÍ sé og muni alltaf vera svo gegn og skynsamur maður að hann taki aldrei óréttmæta ákvörðun. Höfum í huga að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.“ „Án vafa“ til umræðu á næsta ársþingi Fari svo að áfrýjunardómstóll KSÍ vísi málinu frá, á þeim forsendum að hann hafi ekki lögsögu yfir stjórn KSÍ, er uppi snúin staða. Staða sem þyrfti að breyta með lagasetningu á næsta ársþingi KSÍ, eða hvað? „Það kann að vera. Það er bara ársþing KSÍ sem getur breytt lögunum, og þetta mun alveg án nokkurs vafa koma til umræðu þar. En það hafa fallið úrskurðir þar sem KSÍ hefur verið stefnt og efnisleg afstaða tekin, hjá áfrýjunardómstólnum og aga- og úrskurðanefnd. Það hafa fallið dómar og sambandið tekið til varnar í málum, en núna hentar það þeim ekki,“ segir Páll, og bætir við: „Við viljum bara fá efnislega umfjöllun um málið, sem segir af hverju við höfum rétt fyrir okkur eða af hverju við höfum rangt fyrir okkur.“ KSÍ KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
KR hefur áfrýjað úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem á mánudag vísaði frá kæru KR-inga á hendur stjórn KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að málið sé farið að snúast um annað og meira en það hvort að tímabilið verði klárað. Það snúist um það hvort að stjórn KSÍ geti tekið hvaða ákvörðun sem hún vilji, á milli ársþinga, án þess að mögulegt sé að taka þær til efnislegrar umfjöllunar hjá dómstólum knattspyrnusambandsins. Nú liggur boltinn hjá áfrýjunardómstóli KSÍ og Páll bindur vonir við að málið fái þar umfjöllun. Hinn möguleikinn er að málinu verði vísað frá, eins og krafa stjórnar KSÍ var þegar málið var kært til aga- og úrskurðarnefndar: „Miðað við úrskurð aga- og úrskurðanefndar getur stjórn KSÍ tekið hvaða ákvörðun sem er,“ segir Páll. Það sé hættuleg staða ef aldrei megi véfengja ákvarðanir stjórnar KSÍ. Snýst ekki lengur um að byrja Íslandsmótið aftur Páll nefnir ýktari dæmi: „Við gætum þá búið við þá staðreynd til dæmis að stjórn KSÍ tæki þá ákvörðun að meina KR, Kórdrengjum eða hvaða liði sem er þátttöku í Íslandsmóti. Miðað við þennan úrskurð og málflutning knattspyrnusambandsins þá væri ekki hægt að bera þann úrskurð undir neinn einasta dómstól, því ákvarðanir stjórnar sambandsins séu óumdeildar,“ segir Páll. Kvennalið KR var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar móti var slitið, en átti tvo leiki til góða á önnur lið og alls fjóra leiki eftir.vísir/hulda margrét Páll segir að ekki sé hægt að einfaldlega treysta á að í stjórn KSÍ sitji svo skynsamt og gott fólk að því geti ekki orðið á í messunni: „Þetta snýst ekki lengur um það hvort að við ætlum að byrja Íslandsmótið aftur eða hvort að KR hafi mögulega orðið af einhverju í Evrópukeppni. Núna snýst þetta um það hvort að við getum borið ákvarðanir stjórnar KSÍ undir dómstól sambandsins, eða hefur stjórnin rétt fyrir sér með það að ákvarðanir hennar séu hafnar yfir lög og reglur, og hún geti tekið hvaða ákvörðun sem er? Við getum ekki bara treyst því að formaður KSÍ sé og muni alltaf vera svo gegn og skynsamur maður að hann taki aldrei óréttmæta ákvörðun. Höfum í huga að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.“ „Án vafa“ til umræðu á næsta ársþingi Fari svo að áfrýjunardómstóll KSÍ vísi málinu frá, á þeim forsendum að hann hafi ekki lögsögu yfir stjórn KSÍ, er uppi snúin staða. Staða sem þyrfti að breyta með lagasetningu á næsta ársþingi KSÍ, eða hvað? „Það kann að vera. Það er bara ársþing KSÍ sem getur breytt lögunum, og þetta mun alveg án nokkurs vafa koma til umræðu þar. En það hafa fallið úrskurðir þar sem KSÍ hefur verið stefnt og efnisleg afstaða tekin, hjá áfrýjunardómstólnum og aga- og úrskurðanefnd. Það hafa fallið dómar og sambandið tekið til varnar í málum, en núna hentar það þeim ekki,“ segir Páll, og bætir við: „Við viljum bara fá efnislega umfjöllun um málið, sem segir af hverju við höfum rétt fyrir okkur eða af hverju við höfum rangt fyrir okkur.“
KSÍ KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. 16. nóvember 2020 12:49
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn