Íslenski boltinn

Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna.
Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna.

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ. Varð niðurstaðan sú að áfrýjunardómstóllinn felldi úr gildi úrskurði aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambandsins. 

Hefur málum beggja félaga því verið vísað aftur til nefndarinnar þar sem þau skulu fá efnislega meðferð.

KR-ingar og Framarar telja að ákvörðun KSÍ um að hætta keppni þegar skammt var eftir af Íslandsmótinu í knattspyrnu ólögmæta.

Aðeins átti eftir að leika tvær umferðir í Lengjudeild karla þar sem Framarar voru í 3.sæti þegar keppnin var flautuð af. Voru þeir með lakari markatölu en Leiknir í 2.sæti og fengu Breiðhyltingar því sæti í efstu deild.

Karlalið KR missti af tveimur tækifærum til að tryggja Evrópusæti þar sem þeir voru í 5.sæti Pepsi-Max deildarinnar þegar keppni var hætt auk þess að vera enn með í Mjólkurbikarnum. Þá féll kvennalið KR úr Pepsi-Max deildinni í kjölfar þess að keppnin var flautuð af en liðið átti góðan möguleika á að halda sér uppi í fyrirhuguðum lokaumferðum mótsins.


Tengdar fréttir

Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt?

Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×