Veður

Spá allt að tólf stiga frosti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það verður ansi kalt á landinu á morgun eins og þetta hitaspákort Veðurstofunnar sýnir. Þá er líka spáð frosti víðast hvar í dag.
Það verður ansi kalt á landinu á morgun eins og þetta hitaspákort Veðurstofunnar sýnir. Þá er líka spáð frosti víðast hvar í dag. Veðurstofa Íslands

Það verður norðlæg átt í dag, víða fimm til tíu metrar á sekúndu en átta til þrettán metrar á sekúndu norðvestantil og með austurströndinni.

Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verða dálítil él um norðaustanvert landið en skýjað með köflum annars staðar. Víða ætti að sjást til sólar sunnan- og vestanlands.

Þá er spáð fremur hægri breytilegri átt á morgun og léttskýjuðu en áfram norðan strekkingi með austurströndinni.

Frost víðast hvar, núll til átta stig í dag en tvö til tólf stig á morgun, kaldast inn til landsins.

Veðurhorfur á landinu:

Norðan- og norðaustan 5-13 m/s. Skýjað að mestu um norðanvert landið og dálítil él norðaustantil, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Frost víða 0 til 6 stig. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis og kólnar meira.

Breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað á morgun, en norðan 8-13 með austurströndinni. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað, en norðan 8-13 með austurströndinni framan af degi, skýjað með köflum og úrkomulítið þar. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á fimmtudag:

Hægviðri, víða léttskýjað og talsvert frost fyrripart dags. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og þykknar upp sunnanlands, slydda eða rigning þar um kvöldið og hlýnar.

Á föstudag:

Suðaustan 8-15 og rigning eða slydda, en hægari vindur og úrkomulítið norðanlands fram eftir degi. Austlæg eða breytileg átt 5-10 og víða dálítil væta um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:

Norðan 10-18 m/s átt með rigningu og síðar snjókomu á norðurhelmingi landsins, en úrkomulítið á sunnanverðu landinu. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:

Fremur hæg vestlæg át og stöku él á vestanverðu landinu, annars bjart með köflum. Frost víða 0 til 5 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×