Enski boltinn

Ákveðnir í að Solskjær stýri ferðinni áfram

Sindri Sverrisson skrifar
Ole Gunnar Solskjær hefur stýrt Manchester United frá því í desember 2018.
Ole Gunnar Solskjær hefur stýrt Manchester United frá því í desember 2018. Getty/Paul Ellis

Þrátt fyrir stopult gengi í upphafi leiktíðar virðast forráðamenn Manchester United bera fullt traust til knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær.

BBC greinir frá því að þetta komi fram í nýjasta ársfjórðungsuppgjöri United. Þar er haft eftir Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins, að United sé „algjörlega ákveðið í að feta áfram þá jákvæðu braut sem það sé á undir stjórn Ole“.

United er aðeins í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum. Pressan jókst á Solskjær eftir töp gegn Arsenal og Istanbul Baseksehir í Meistaradeild Evrópu en United vann síðasta leik, gegn Everton um síðustu helgi.

Ársfjórðungsuppgjör United birtist óvart í gær en átti ekki að birtast fyrr en í dag. Í því kemur fram að heildartekjur United á fyrsta ársfjórðungi breska reikningsársins (frá apríl til júní) hafi numið 109 milljónum punda. Það er 19,5% minna en á sama tíma í fyrra en United gat á þessum tíma ekki selt neina miða á leiki vegna kórónuveirufaraldursins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.