Manchester City bikarmeistari eftir framlengdan leik | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 17:46 Manchester City er FA-bikarmeistari kvenna 2020 á Englandi. Catherine Ivill/Getty Images Manchester City lagði Everton í úrslitum enska FA-bikarsins kvenna megin. Er um að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Úrslitaleiknum var hins vegar frestað og hann loks leikinn í dag. Var um að ræða 50. úrslitaleik FA-bikarsins í kvennaflokki á Englandi. Fór það svo að Manchester City varði titilinn með 3-1 sigri á Everton eftir framlengdan leik. Leikurinn var stál í stál framan af en City þó alltaf skrefi framar. Komst City svo yfir með góðum skalla Samantha Mewis eftir hornspyrnu Alex Greenwood á 39. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 City í vil og þannig var hún í hálfleik. Deadlock broken @sammymewy bags the first goal in the #WomensFACupFinal for @ManCityWomen pic.twitter.com/tQBdJ6G1F2— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 City hefði átt að komast í 2-0 en Alexandra MacIver, markvörður Everton, átti eina af vörslum ársins og sá til þess að lið sitt var enn í leiknum. That is special from @SandyMacIver_ who keeps @EvertonWomen in it with a stunning reaction pic.twitter.com/FgumxbJ1oy— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo aðeins nokkrum mínútum síðar sem Valérie Gauvin jafnaði metin fyrir Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Aftur var um skallamark að ræða eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Alls voru sex mínútur í uppbótartíma en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki og því þurfti að framlengja. MacIver hélt Everton áfram inn í leiknum en á 111. mínútu leiksins komst City aftur yfir. Varamaðurinn Georgia Stanway skoraði þá eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Everton. MacIver kom engum vörnum við og staðan orðin 2-1. There it is! Could that be the winner from @StanwayGeorgia? pic.twitter.com/DxCKQ4Grjs— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo í uppbótartíma framlengingar sem Janine Beckie skoraði þriðja mark City og tryggði endanlega sigurinn. Lokatölur 3-1 og City því bikarmeistari á Englandi annað tímabilið í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Manchester City lagði Everton í úrslitum enska FA-bikarsins kvenna megin. Er um að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Úrslitaleiknum var hins vegar frestað og hann loks leikinn í dag. Var um að ræða 50. úrslitaleik FA-bikarsins í kvennaflokki á Englandi. Fór það svo að Manchester City varði titilinn með 3-1 sigri á Everton eftir framlengdan leik. Leikurinn var stál í stál framan af en City þó alltaf skrefi framar. Komst City svo yfir með góðum skalla Samantha Mewis eftir hornspyrnu Alex Greenwood á 39. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 City í vil og þannig var hún í hálfleik. Deadlock broken @sammymewy bags the first goal in the #WomensFACupFinal for @ManCityWomen pic.twitter.com/tQBdJ6G1F2— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 City hefði átt að komast í 2-0 en Alexandra MacIver, markvörður Everton, átti eina af vörslum ársins og sá til þess að lið sitt var enn í leiknum. That is special from @SandyMacIver_ who keeps @EvertonWomen in it with a stunning reaction pic.twitter.com/FgumxbJ1oy— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo aðeins nokkrum mínútum síðar sem Valérie Gauvin jafnaði metin fyrir Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Aftur var um skallamark að ræða eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Alls voru sex mínútur í uppbótartíma en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki og því þurfti að framlengja. MacIver hélt Everton áfram inn í leiknum en á 111. mínútu leiksins komst City aftur yfir. Varamaðurinn Georgia Stanway skoraði þá eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Everton. MacIver kom engum vörnum við og staðan orðin 2-1. There it is! Could that be the winner from @StanwayGeorgia? pic.twitter.com/DxCKQ4Grjs— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo í uppbótartíma framlengingar sem Janine Beckie skoraði þriðja mark City og tryggði endanlega sigurinn. Lokatölur 3-1 og City því bikarmeistari á Englandi annað tímabilið í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira