Veitti sitt fyrsta viðtal eftir hvarfið og sagðist saklaus Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 21:58 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða og náði óvæntum vendipunkti í gær, þegar Tom Hagen var handtekinn. Samsett/EPA Tvö ár eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska auðkýfingsins Tom Hagen, sem hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi þann 31. október árið 2018. Tom veitti sitt fyrsta viðtal vegna málsins af því tilefni og var það sýnt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í viðtalinu segir Tom það vera þungt að sitja undir ásökunum um að hafa myrt eiginkonu sína til fimmtíu ára. „Ég hef ekkert að játa,“ sagði Tom þegar fréttamaður spurði hann hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi eða morði eiginkonu sinnar. Hann fór yfir þeirra fyrstu kynni, en þau kynntust á námsárum sínum í keilusal og segir Tom þau hafa smollið saman um leið. Það sé erfitt að vera einn núna eftir að hafa eytt nánast öllu lífi sínu með eiginkonunni. Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf af heimili þeirra hjóna þann 31. október 2018. Þau höfðu verið gift í 49 ár.AP Trúir því að almenningur búi yfir upplýsingum Aðspurður hvers vegna hann ákvað að veita viðtal sagðist Tom hafa gert það vegna þess að hann trúir því að einhver búi yfir upplýsingum um hvarf eiginkonu sinnar. Sjálfur hefur hann stöðu grunaðs í málinu en segir það fráleitt. Þrátt fyrir að vera einn af ríkustu mönnum Noregs var Tom Hagen tiltölulega óþekktur fram til ársins 2018. EPA Tom var settur í gæsluvarðhald fyrr á árinu en var sleppt eftir að Hæstiréttur Noregs hafnaði framlengingu. Neðra dómstig úrskurðaði að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Meðal sönnunargagna í málinu eru skilnaðarpappírar sem fundust á heimili þeirra hjóna. Voru þeir taldir ýta undir þá kenningu að Anne-Elisabeth vildi skilja við Tom, en aðeins hún hafði undirritað pappírana. Tom segir hjónabandið hafa verið sterkt, en þau hafi skiljanlega upplifað erfiðleika eins og önnur hjón. „Hjónaband sem hefur varað í um það bil fimmtíu ár, það eru ekki margir sem hafa upplifað það. Þau sem hafa upplifað það vita að lífið er upp og niður. Ég og Lisbeth töldum okkur eiga gott hjónaband. En það hafa verið áskoranir, eins og hjá öllum. Það er ekkert til þess að leyna.“ Ósanngjarn kaupmáli Greint var frá því í sumar að Tom sagðist hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Lögfræðingar í Noregi hafa bent á að kaupmálinn hafi verið svo ósanngjarn að hann hefði varla haldið gildi sínu. Við skilnað ætti Anne-Elisabeth þannig tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Í viðtalinu segir Tom kaupmálabreytinguna hafa verið gerða árið 1993 þegar þau hjónin gengu í gegnum erfiða tíma í hjónabandi sínu. Breytingin hafi aldrei komið til tals eftir það, en Anne-Elisabeth hafi þó alla tíð vitað af breytingunni. Hann segist vona að upplýsingar komi fram í kjölfar viðtalsins sem geti hjálpað til við rannsókn málsins. Sjálfum þyki honum erfitt að vera málaður upp sem morðingi í fjölmiðlum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02 Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska auðkýfingsins Tom Hagen, sem hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi þann 31. október árið 2018. Tom veitti sitt fyrsta viðtal vegna málsins af því tilefni og var það sýnt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í viðtalinu segir Tom það vera þungt að sitja undir ásökunum um að hafa myrt eiginkonu sína til fimmtíu ára. „Ég hef ekkert að játa,“ sagði Tom þegar fréttamaður spurði hann hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi eða morði eiginkonu sinnar. Hann fór yfir þeirra fyrstu kynni, en þau kynntust á námsárum sínum í keilusal og segir Tom þau hafa smollið saman um leið. Það sé erfitt að vera einn núna eftir að hafa eytt nánast öllu lífi sínu með eiginkonunni. Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf af heimili þeirra hjóna þann 31. október 2018. Þau höfðu verið gift í 49 ár.AP Trúir því að almenningur búi yfir upplýsingum Aðspurður hvers vegna hann ákvað að veita viðtal sagðist Tom hafa gert það vegna þess að hann trúir því að einhver búi yfir upplýsingum um hvarf eiginkonu sinnar. Sjálfur hefur hann stöðu grunaðs í málinu en segir það fráleitt. Þrátt fyrir að vera einn af ríkustu mönnum Noregs var Tom Hagen tiltölulega óþekktur fram til ársins 2018. EPA Tom var settur í gæsluvarðhald fyrr á árinu en var sleppt eftir að Hæstiréttur Noregs hafnaði framlengingu. Neðra dómstig úrskurðaði að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Meðal sönnunargagna í málinu eru skilnaðarpappírar sem fundust á heimili þeirra hjóna. Voru þeir taldir ýta undir þá kenningu að Anne-Elisabeth vildi skilja við Tom, en aðeins hún hafði undirritað pappírana. Tom segir hjónabandið hafa verið sterkt, en þau hafi skiljanlega upplifað erfiðleika eins og önnur hjón. „Hjónaband sem hefur varað í um það bil fimmtíu ár, það eru ekki margir sem hafa upplifað það. Þau sem hafa upplifað það vita að lífið er upp og niður. Ég og Lisbeth töldum okkur eiga gott hjónaband. En það hafa verið áskoranir, eins og hjá öllum. Það er ekkert til þess að leyna.“ Ósanngjarn kaupmáli Greint var frá því í sumar að Tom sagðist hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Lögfræðingar í Noregi hafa bent á að kaupmálinn hafi verið svo ósanngjarn að hann hefði varla haldið gildi sínu. Við skilnað ætti Anne-Elisabeth þannig tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Í viðtalinu segir Tom kaupmálabreytinguna hafa verið gerða árið 1993 þegar þau hjónin gengu í gegnum erfiða tíma í hjónabandi sínu. Breytingin hafi aldrei komið til tals eftir það, en Anne-Elisabeth hafi þó alla tíð vitað af breytingunni. Hann segist vona að upplýsingar komi fram í kjölfar viðtalsins sem geti hjálpað til við rannsókn málsins. Sjálfum þyki honum erfitt að vera málaður upp sem morðingi í fjölmiðlum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02 Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02
Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59
Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56
Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27