Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2020 17:02 Anne-Elisabeth Hagen hvarf sporlaust 31. október 2018. Lögregla birti í dag myndir úr eftirlitsmyndavélum (t.h.) sem talið er að sýni bíl ekið eftir göngustíg morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf. Samsett Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Anne-Elisabeth í dag. Fram kemur í umfjöllun miðlanna NRK og VG að lögregla hafi lengi vitað af bílnum þó að fyrst hafi verið lýst eftir honum með myndum og myndböndum í dag. Nær ekkert er vitað um hann: lögregla er engu nær um tegund hans, ökumanninn eða mögulega farþega þrátt fyrir að nær tvö ár séu frá því að Anne-Elisabeth hvarf. „Þetta er áhugaverður bíll og við viljum ná tali af þeim sem ók hann, farþegum eða vitnum sem hafa séð til hans,“ segir Agnes Beate Hemiø yfirlögregluþjónn í samtali við VG í dag. Á ferð á mikilvægu augnabliki Bíllinn hefur einkum vakið áhuga lögreglu vegna þess að honum var ekið í grennd við heimili Hagen-hjónanna að Sloraveien í Lørenskog fyrir klukkan níu að morgni 31. október 2018. Síðast er vitað af Anne-Elisabeth á lífi klukkan 9:14 þann sama morgun. Eftirlitsmyndavélar sýna hreyfingu á göngustíg fyrir neðan húsið að morgni 31. október 2018. Myndirnar eru þó í afar lélegum gæðum, sem einmitt er ástæðan fyrir því að þær hafa ekki verið birtar fyrr en nú, og erfitt að greina hvað þær sýna. Rétt fyrir klukkan átta umræddan morgun sést þó rautt ljós á stígnum. Hvítt ljós, sem lögregla telur af bifreið, sést svo á hreyfingu á stígnum nokkrum sekúndum síðar og aftur í nokkrar sekúndur um klukkutíma síðar. Lögregla telur tímasetninguna hafa mikla þýðingu fyrir rannsóknina, þar sem Anne-Elisabeth er talin hafa verið myrt skömmu eftir klukkan 9:14. Myndband af hinum meintu bílljósum sem lögregla birti í dag má nálgast í frétt NRK. Rannsókn lögreglu á máli Anne-Elisabeth er ein sú umfangsmesta og dýrasta í norskri sögu. Lögregla hefur nú kortlagt 122 staði í tengslum við rannsóknina, bæði í Noregi og öðrum löndum. Þá lýsti lögregla eftir manni í sumar sem náðist á upptöku eftirlitsmyndavéla á göngu í grennd við húsið að Sloraveien daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Lögregla hefur reynt hvað hún getur til að finna manninn en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Hemiø yfirlögregluþjónn segir í samtali við VG að það sé grunsamlegt að maðurinn hafi ekki gefið sig fram. Enn er gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili sínu að Sloraveien að morgni 31. október 2018. Lögregla telur að eiginmaður hennar, Tom Hagen, hafi átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl vegna gruns um slíka aðild en sleppt lausum í maí. Hann neitar því að hafa átt nokkurn hlut að máli. Rannsókn málsins er enn í forgangi hjá lögreglu, að sögn Hemiø. Markmiðið sé að finna Anne-Elisabeth og morðingja hennar. „Það er hægt að leysa þetta mál,“ segir Hemiø í samtali við VG í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. 2. júlí 2020 23:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Anne-Elisabeth í dag. Fram kemur í umfjöllun miðlanna NRK og VG að lögregla hafi lengi vitað af bílnum þó að fyrst hafi verið lýst eftir honum með myndum og myndböndum í dag. Nær ekkert er vitað um hann: lögregla er engu nær um tegund hans, ökumanninn eða mögulega farþega þrátt fyrir að nær tvö ár séu frá því að Anne-Elisabeth hvarf. „Þetta er áhugaverður bíll og við viljum ná tali af þeim sem ók hann, farþegum eða vitnum sem hafa séð til hans,“ segir Agnes Beate Hemiø yfirlögregluþjónn í samtali við VG í dag. Á ferð á mikilvægu augnabliki Bíllinn hefur einkum vakið áhuga lögreglu vegna þess að honum var ekið í grennd við heimili Hagen-hjónanna að Sloraveien í Lørenskog fyrir klukkan níu að morgni 31. október 2018. Síðast er vitað af Anne-Elisabeth á lífi klukkan 9:14 þann sama morgun. Eftirlitsmyndavélar sýna hreyfingu á göngustíg fyrir neðan húsið að morgni 31. október 2018. Myndirnar eru þó í afar lélegum gæðum, sem einmitt er ástæðan fyrir því að þær hafa ekki verið birtar fyrr en nú, og erfitt að greina hvað þær sýna. Rétt fyrir klukkan átta umræddan morgun sést þó rautt ljós á stígnum. Hvítt ljós, sem lögregla telur af bifreið, sést svo á hreyfingu á stígnum nokkrum sekúndum síðar og aftur í nokkrar sekúndur um klukkutíma síðar. Lögregla telur tímasetninguna hafa mikla þýðingu fyrir rannsóknina, þar sem Anne-Elisabeth er talin hafa verið myrt skömmu eftir klukkan 9:14. Myndband af hinum meintu bílljósum sem lögregla birti í dag má nálgast í frétt NRK. Rannsókn lögreglu á máli Anne-Elisabeth er ein sú umfangsmesta og dýrasta í norskri sögu. Lögregla hefur nú kortlagt 122 staði í tengslum við rannsóknina, bæði í Noregi og öðrum löndum. Þá lýsti lögregla eftir manni í sumar sem náðist á upptöku eftirlitsmyndavéla á göngu í grennd við húsið að Sloraveien daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Lögregla hefur reynt hvað hún getur til að finna manninn en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Hemiø yfirlögregluþjónn segir í samtali við VG að það sé grunsamlegt að maðurinn hafi ekki gefið sig fram. Enn er gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili sínu að Sloraveien að morgni 31. október 2018. Lögregla telur að eiginmaður hennar, Tom Hagen, hafi átt aðild að andláti hennar. Hann var handtekinn í lok apríl vegna gruns um slíka aðild en sleppt lausum í maí. Hann neitar því að hafa átt nokkurn hlut að máli. Rannsókn málsins er enn í forgangi hjá lögreglu, að sögn Hemiø. Markmiðið sé að finna Anne-Elisabeth og morðingja hennar. „Það er hægt að leysa þetta mál,“ segir Hemiø í samtali við VG í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. 2. júlí 2020 23:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59
Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56
Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. 2. júlí 2020 23:30