Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. október 2020 23:37 Þessi mynd er tekin á lestarstöð í París, höfuðborg Frakklands. Kórónuveirutilfellum hefur farið hratt fjölgandi í landinu, líkt og víða annars staðar í Evrópu. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO). Dr. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir að daglegum nýgreiningum veirunnar í Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Rússlandi og á Spáni hefði fjölgað um þriðjung milli vikna. Sagði hún það áhyggjuefni að gjörgæsludeildir spítala víða um álfunna væru nú að fyllast af mjög veiku fólki. „Yfir Evrópu sjáum við mjög skarpa og hættulega aukningu í dauðsföllum og nýgreindum einstaklingum,“ hefur BBC eftir Harris. Hún segir þá að áhrif þeirra hertu samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til í fjölda ríkja muni ekki koma í ljós fyrr en að tveimur vikum liðnum. „Það mun draga úr tíðni nýgreindra, en það gerist ekki á einni nóttu.“ Önnur bylgja frábrugðin þeirri fyrstu Þegar Harris var spurð hvort önnur bylgja veirunnar, sem nú ríður yfir Evrópu, yrði verri en sú fyrsta sagði hún að áhrifin yrðu annars konar. „Góðu fréttirnar eru þær að spítalar eru nú betur í stakk búnir og búa yfir meiri þekkingu á því sem er í gangi. Hin hliðin á sama pening er sú að unnið hefur verið hörðum höndum ótrúlega lengi og þeir [heilbrigðisstarfsmenn] vita að það sem er fram undan verður erfitt.“ Hún sagði þá að þeir hópar sem væru að veikjast í Evrópu væru yngri en í fyrstu bylgjunni. Því mætti leiða líkum að því að fólk sem tilheyrir þeim hópi yrði ekki jafn veikt. Það væri þó alls ekki öruggt. „Þessir þættir benda til þess að við munum ekki sjá jafn hræðilega fjölgun dauðsfalla líkt og í apríl,“ sagði Harris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO). Dr. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir að daglegum nýgreiningum veirunnar í Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Rússlandi og á Spáni hefði fjölgað um þriðjung milli vikna. Sagði hún það áhyggjuefni að gjörgæsludeildir spítala víða um álfunna væru nú að fyllast af mjög veiku fólki. „Yfir Evrópu sjáum við mjög skarpa og hættulega aukningu í dauðsföllum og nýgreindum einstaklingum,“ hefur BBC eftir Harris. Hún segir þá að áhrif þeirra hertu samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til í fjölda ríkja muni ekki koma í ljós fyrr en að tveimur vikum liðnum. „Það mun draga úr tíðni nýgreindra, en það gerist ekki á einni nóttu.“ Önnur bylgja frábrugðin þeirri fyrstu Þegar Harris var spurð hvort önnur bylgja veirunnar, sem nú ríður yfir Evrópu, yrði verri en sú fyrsta sagði hún að áhrifin yrðu annars konar. „Góðu fréttirnar eru þær að spítalar eru nú betur í stakk búnir og búa yfir meiri þekkingu á því sem er í gangi. Hin hliðin á sama pening er sú að unnið hefur verið hörðum höndum ótrúlega lengi og þeir [heilbrigðisstarfsmenn] vita að það sem er fram undan verður erfitt.“ Hún sagði þá að þeir hópar sem væru að veikjast í Evrópu væru yngri en í fyrstu bylgjunni. Því mætti leiða líkum að því að fólk sem tilheyrir þeim hópi yrði ekki jafn veikt. Það væri þó alls ekki öruggt. „Þessir þættir benda til þess að við munum ekki sjá jafn hræðilega fjölgun dauðsfalla líkt og í apríl,“ sagði Harris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50
Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25