Staðan í Evrópu geti versnað hratt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 23:17 Sérfræðingar telja að ef um 95% fólks notaði grímur og fylgdi öðrum sóttvarnatilmælum mætti bjarga um 281.000 mannslífum fram að febrúar. Myndin er af lestarstöð í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Sean Gallup/Getty Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. Síðasta sólarhringinn greindust yfir 149.000 ný tilfelli veirunnar í Evrópu, eða 9.000 fleiri en daginn áður og yfir 40.000 fleiri en greindust tveimur dögum fyrr. Dánartíðni hefur þó lækkað. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hans Kluge, yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, að ástæða þess að dauðsföllum hefur ekki fjölgað í sama hlutfalli við staðfestar sýkingar og var í fyrstu bylgju vera þá að ungt fólk sé tekið að greinast með Covid-19 í meira mæli. Það er ólíklegra til að deyja af völdum sjúkdómsins en eldra fólk. Spálíkön um framvindu faraldursins í Evrópu mála þó svarta mynd af því sem gæti orðið, samkvæmt Kluge. Hann telur að ef ríkisstjórnir álfunnar muni slaka á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaskilyrðum geti það leitt til þess að dánartíðni af völdum Covid-19 mun allt að fimmfaldast miðað við það sem var í mars og apríl. Hans Kluge er yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann telur að grímunotkun mikils fjölda fólks geti bjargað þúsundum mannslífa.Izzet Mazi/Anadolu Agency via Getty Hann segir hins vegar að bjarga mætti um 281.000 mannslífum fram að febrúar næstkomandi með grímunotkun 95% fólks og öðrum sóttvarnaráðstöfunum, svo sem fjarlægðartakmörkunum. Þá hefur BBC eftir Kluge að ríkisstjórnir verði að hafa í huga að heimilisofbeldi og slæm áhrif á geðheilsu geti verið fylgifiskar samkomutakmarkana, útgöngubanna og annarra sóttvarnaaðgerða. Kalla eftir samhæfingu í smitrakningu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir aðildarríkja sinna að þau bæti nú í viðbragð sitt við faraldrinum. Sérstaklega er þeim ráðlagt að samhæfa sig í smitrakningu og undirbúa dreifingu bóluefnis, en faraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu undanfarnar vikur og fjöldi ríkja hert aðgerðir. Í Tékklandi hefur skólum og krám verið lokað, en þar hefur fjöldi staðfestra smita hátt í tvöfaldast í október og og hafa tæplega 145.000 sýkst af Covid-19 þar í landi. Fyrr í dag yfirgaf Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fund á vegum Evrópusambandsins eftir að einn í starfsliði hennar greindist með veiruna. Hún er nú í einangrun og segir það vera varúðarráðstöfun, þar sem hún hafi farið í sýnatöku en ekki greinst með kórónuveiruna. Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er nú í einangrun eftir að smit kom upp í starfsliði hennar. Hún kveðst hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.Sean Gallup/Getty Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. Síðasta sólarhringinn greindust yfir 149.000 ný tilfelli veirunnar í Evrópu, eða 9.000 fleiri en daginn áður og yfir 40.000 fleiri en greindust tveimur dögum fyrr. Dánartíðni hefur þó lækkað. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hans Kluge, yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, að ástæða þess að dauðsföllum hefur ekki fjölgað í sama hlutfalli við staðfestar sýkingar og var í fyrstu bylgju vera þá að ungt fólk sé tekið að greinast með Covid-19 í meira mæli. Það er ólíklegra til að deyja af völdum sjúkdómsins en eldra fólk. Spálíkön um framvindu faraldursins í Evrópu mála þó svarta mynd af því sem gæti orðið, samkvæmt Kluge. Hann telur að ef ríkisstjórnir álfunnar muni slaka á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaskilyrðum geti það leitt til þess að dánartíðni af völdum Covid-19 mun allt að fimmfaldast miðað við það sem var í mars og apríl. Hans Kluge er yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann telur að grímunotkun mikils fjölda fólks geti bjargað þúsundum mannslífa.Izzet Mazi/Anadolu Agency via Getty Hann segir hins vegar að bjarga mætti um 281.000 mannslífum fram að febrúar næstkomandi með grímunotkun 95% fólks og öðrum sóttvarnaráðstöfunum, svo sem fjarlægðartakmörkunum. Þá hefur BBC eftir Kluge að ríkisstjórnir verði að hafa í huga að heimilisofbeldi og slæm áhrif á geðheilsu geti verið fylgifiskar samkomutakmarkana, útgöngubanna og annarra sóttvarnaaðgerða. Kalla eftir samhæfingu í smitrakningu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir aðildarríkja sinna að þau bæti nú í viðbragð sitt við faraldrinum. Sérstaklega er þeim ráðlagt að samhæfa sig í smitrakningu og undirbúa dreifingu bóluefnis, en faraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu undanfarnar vikur og fjöldi ríkja hert aðgerðir. Í Tékklandi hefur skólum og krám verið lokað, en þar hefur fjöldi staðfestra smita hátt í tvöfaldast í október og og hafa tæplega 145.000 sýkst af Covid-19 þar í landi. Fyrr í dag yfirgaf Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fund á vegum Evrópusambandsins eftir að einn í starfsliði hennar greindist með veiruna. Hún er nú í einangrun og segir það vera varúðarráðstöfun, þar sem hún hafi farið í sýnatöku en ekki greinst með kórónuveiruna. Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er nú í einangrun eftir að smit kom upp í starfsliði hennar. Hún kveðst hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.Sean Gallup/Getty
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58