Chelsea hvorki að plata né grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 09:02 Frank Lampard og Petr Cech unnu marga titla saman hjá Chelsea og nú vill Lampard hafa tékkneska markvörðinn á bakvakt. Getty/Darren Walsh Margir urðu hissa þegar þeir fengu leikmannalista Chelsea í hendurnar en liðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu að tilkynna inn 25 manna leikmannalista í vikunni. Ástæðan var að þarna var vissulega kunnuglegt nafn en nafn sem um leið passaði ekki alveg við árið 2020. Chelsea var þó hvorki að plata eða að grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann sinn fyrir ensku úrvalsdeildina 2020-21. Cech er í formi og tilbúinn að hlaupa í skarðið í vandræðum. Petr Cech lagði samt knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2019. Lokaleikurinn hans var ekki með Chelsea heldur á móti Chelsea. Tékkinn varði mark Arsenal í tapleik á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Petr Cech is BACK He's been named in Chelsea's Premier League squad - despite having retired from playing at the end of the 2018-19 season.More: https://t.co/scETqdZ5Un #cfc #bbcfootball pic.twitter.com/FO5iuogqH5— BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2020 Hann er nú 38 ára gamall og hefur unnið fyrir Chelsea síðan hann hætti. Cech er tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Cech var í ellefu ár hjá Chelsea og vann þrettán titla með félaginu þar á meðal varð hann fjórum sinnum enskur meistari. Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Cech spilaði síðast fyrir Chelsea í 3-1 sigri á Sunderland í maí 2015 en hann færði sig um sumarið yfir til nágrannanna í Arsenal þar sem hann kláraði ferilinn. Undanfarið hefur Cech verið að hjálpa til við markvarðarþjálfun liðsins og það leiddi síðan til þess að hann er neyðarmarkvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. It was immediately clear that Cech could still be playing at the highest level. https://t.co/w5Kg7eshpF— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 „Þetta er alls engin rómantík. Pete elskar að æfa og þannig er hann bara. Það er gott að hafa hann ef eitthvað gerist. Hann er í það góðu formi að við gætum ekki fengið betri mann en Petr Cech ef við lendum í krísu. Ég býst ekki við að hann spili en það bjóst enginn heldur við því sem hefur verið í gangi í heiminum í sex eða sjö mánuði. Það skýrir kannski af hverju hann er hér,“ sagði Frank Lampard. „Við áttum pláss fyrir hann og Covid gerir þetta ár ólíkt öllum öðrum árum. Hann er í flottu formi og enn tiltölulega ungur. Hann hefði vel getað haldið áfram að spila þegar skórnir fóru upp á hillu. Það var algjör ‚no-brainer' að hafa hann í hópnum,“ sagði Lampard. Af öðrum félögum má nefna að þeir Phil Jones og markvörðurinn Sergio Romero eru ekki á 25 manna lista Manchester United og Mesut Özil er ekki á listanum hjá Arsenal. Liðin geta þó kallað inn í nýja leikmenn í janúar þannig að þeir gætu ennþá allir spilað með sínu liði á leiktíðinni. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Margir urðu hissa þegar þeir fengu leikmannalista Chelsea í hendurnar en liðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu að tilkynna inn 25 manna leikmannalista í vikunni. Ástæðan var að þarna var vissulega kunnuglegt nafn en nafn sem um leið passaði ekki alveg við árið 2020. Chelsea var þó hvorki að plata eða að grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann sinn fyrir ensku úrvalsdeildina 2020-21. Cech er í formi og tilbúinn að hlaupa í skarðið í vandræðum. Petr Cech lagði samt knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2019. Lokaleikurinn hans var ekki með Chelsea heldur á móti Chelsea. Tékkinn varði mark Arsenal í tapleik á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Petr Cech is BACK He's been named in Chelsea's Premier League squad - despite having retired from playing at the end of the 2018-19 season.More: https://t.co/scETqdZ5Un #cfc #bbcfootball pic.twitter.com/FO5iuogqH5— BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2020 Hann er nú 38 ára gamall og hefur unnið fyrir Chelsea síðan hann hætti. Cech er tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Cech var í ellefu ár hjá Chelsea og vann þrettán titla með félaginu þar á meðal varð hann fjórum sinnum enskur meistari. Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Cech spilaði síðast fyrir Chelsea í 3-1 sigri á Sunderland í maí 2015 en hann færði sig um sumarið yfir til nágrannanna í Arsenal þar sem hann kláraði ferilinn. Undanfarið hefur Cech verið að hjálpa til við markvarðarþjálfun liðsins og það leiddi síðan til þess að hann er neyðarmarkvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. It was immediately clear that Cech could still be playing at the highest level. https://t.co/w5Kg7eshpF— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 „Þetta er alls engin rómantík. Pete elskar að æfa og þannig er hann bara. Það er gott að hafa hann ef eitthvað gerist. Hann er í það góðu formi að við gætum ekki fengið betri mann en Petr Cech ef við lendum í krísu. Ég býst ekki við að hann spili en það bjóst enginn heldur við því sem hefur verið í gangi í heiminum í sex eða sjö mánuði. Það skýrir kannski af hverju hann er hér,“ sagði Frank Lampard. „Við áttum pláss fyrir hann og Covid gerir þetta ár ólíkt öllum öðrum árum. Hann er í flottu formi og enn tiltölulega ungur. Hann hefði vel getað haldið áfram að spila þegar skórnir fóru upp á hillu. Það var algjör ‚no-brainer' að hafa hann í hópnum,“ sagði Lampard. Af öðrum félögum má nefna að þeir Phil Jones og markvörðurinn Sergio Romero eru ekki á 25 manna lista Manchester United og Mesut Özil er ekki á listanum hjá Arsenal. Liðin geta þó kallað inn í nýja leikmenn í janúar þannig að þeir gætu ennþá allir spilað með sínu liði á leiktíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira