Enski boltinn

Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu

Ísak Hallmundarson skrifar
Van Dijk labbar þjáður af velli í gær.
Van Dijk labbar þjáður af velli í gær.

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Englandsmeistara Liverpool en van Dijk hefur spilað nánast hverja einustu mínútu síðan hann kom til liðsins í janúar 2018. Hollendingurinn lenti í samstuði við Jordan Pickford, markvörð Everton, í leik liðanna í gær og fór meiddur af velli.

Liverpool hefur núna gefið út að hann muni gangast undir aðgerð og er ólíklegt að hann spili eitthvað með liðinu næstu mánuði, líklegt er að hann verði frá út allt tímabilið. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.