Veður

Ró­leg­heit í veðrinu en úr­komu­bakki sækir að

Atli Ísleifsson skrifar
Það spáir bjartviðri víðast hvar í dag.
Það spáir bjartviðri víðast hvar í dag. Veðurstofan

Veðurstofan spáir rólegheitaveðri í dag og framan af morgundeginum en svo sækir að norðanverðu landinu úrkomubakki sem rignir úr. Áfram verði þó þurrt syðra.

Er spáð suðaustlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða léttskýjað í dag. Hvassara verði og sums staðar væta við suðurströndina og allra vestast í fyrstu. Hiti 4 til 10 stig að deginum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að aðfararnótt laugardags dragi svo úr úrkomunni fyrir norðan og kólni og megi þá búast við slydduéljum í byggð, sér í lagi norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Breytileg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað, en skýjað við N-ströndina og dálítil úrkoma þar með kvöldinu. Hiti 3 til 8 stig.

Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt og þurrt að kalla S-lands, en lítilsháttar slydda eða snjókoma norðan heiða. Vaxandi suðvestanátt og fer að rigna um kvöldið, fyrst NV-til. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag: Breytileg og síðar norðaustlæg. Víða rigning eða slydda og snjókoma til fjalla fyrir norðan, en styttir upp syðra seinnipartinn. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt, lítilsháttar slydda eða snjókoma og kólnandi veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×