Enski boltinn

Barcelona reyndi að fá Thiago en Klopp sannfærði hann um að velja Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thiago Alcantara hóf ferilinn hjá Barcelona.
Thiago Alcantara hóf ferilinn hjá Barcelona. getty/David Ramos

Barcelona gerði örvæntingafulla tilraun til að kaupa Thiago Alcantara í sumar. Hann ákvað hins vegar að ganga í raðir Liverpool.

Thiago er uppalinn hjá Barcelona og lék 101 leik með liðinu og skoraði ellefu mörk áður en hann fór til Bayern München 2013.

Barcelona reyndi að fá Thiago aftur til félagsins í sumar en hann valdi á endanum að fara til Englandsmeistara Liverpool.

Samkvæmt frétt The Guardian reið sannfæringakraftur Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, baggamuninum þegar Thiago ákvað að fara til Liverpool.

Thiago er byrjaður að æfa á ný eftir að hann greindist með kórónuveiruna og gæti tekið þátt í Bítlaborgarslagnum á laugardaginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.