Veður

Vaxandi suð­austan­átt í dag og gul við­vörun í Breiða­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Stykkishólmi. Gul viðvörun hefur verið gefin út á Breiðafjarðarsvæðinu.
Frá Stykkishólmi. Gul viðvörun hefur verið gefin út á Breiðafjarðarsvæðinu. Vísir/Jóhann K.

Veðurstofan spáir vaxandi suðaustlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu síðdegis, en allt að stormur á norðanverðu Snæfellsnesi. Gul viðvörun hefur verið gefin út á Breiðafjarðarsvæðinu og er hún í gildi milli 14 og 19 í dag. Hægari vindur og bjart veður verður norðaustantil á landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að seint í kvöld fari að rigna vestantil og hvessi svo enn frekar á morgun þegar gera má ráð fyrir 10 til 15 metrum á sekúndu og rigningu á öllu vestanverðu landinu. Það geti skapað varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem viðkvæm séu fyrir vindi.

„Síðar styttir upp en lægir líklega ekki fyrr en á fimmtudags morgun. Áfram önnur saga hinum megin á landinu í björtu veðri og fremur hægum suðlægum áttum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðaustan 10-15 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjartara veður norðaustantil. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtudag: Suðaustan 8-13 m/s, skýjað og lítilsháttar væta suðvestantil, en léttir til þegar líður á daginn. Áfram bjart norðan og austanlands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Hæg breytileg átt, bjartviðri víðast hvar og hiti 3 til 8 stig.

Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt og bjart sunnanlands, en skýjað og lítilsháttar úrkoma fyrir norðan. Fer að rigna á mest öllu landinu seint u mkvöldið. Kólnar í veðri.

Á sunnudag: Austlæg átt og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með lítilsháttar vætu norðan- og austantil og svipuðum hita og um helgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×