Veður

All­víða rigning norðan og austan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Við Mývatn.
Við Mývatn. Vísir/Vilhelm

Norðlæg átt verður ríkjandi víðast hvar á landinu í dag. Bjartviðri verður suðaustanlands en skýjað um landið vestanvert og allvíða rigning norðan og austanlands. Hitinn verður á bilinu tvö til átta stig yfir daginn.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á föstudag og laugardag sé útlit fyrir hæglætis veður víðast hvar á landinu, og einnig framan af degi á sunnudag.

Á sunnudagskvöld gangi hins vegar í ákveðna suðaustanátt með rigningu sunnan og vestanlands og hlýnandi veðri.

Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14, eins og það leit út í morgun.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan 5-10 m/s og víða bjartviðri, en norðvestan 10-15 m/s og lítilsháttar rigning eða slydda um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 10 stig, mildast suðaustanlands. Dregur úr vindi og kólnar heldur um kvöldið.

Á laugardag: Hæg breytileg átt, víða bjart og fremur svalt veður, en vaxandi suðaustanátt, þykknar upp, hlýnar og fer að rigna vestantil um kvöldið.

Á sunnudag: Ákveðin suðaustanátt en hægari breytileg átt norðanlands. Rigning í flestum landshlutum. Snýst í suðvestanátt með skúrum síðdegis, fyrst vestantil. Hiti 5 til 8 stig yfir daginn.

Á mánudag: Vestlæg átt og skýjað en dálítil rigning austantil í fyrstu. Hiti 4 til 8 stig.

Á þriðjudag: Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu og heldur hlýnandi veðri.

Á miðvikudag: Áframhaldandi suðlæg átt og rigning á sunnanverðu landinu en úrkomulítið norðantil. Hiti 5 til 10 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×