Enski boltinn

Þriðji Liverpool leikmaðurinn kominn með kórónuveiruna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xherdan Shaqiri með Takumi Minamino á æfingu Liverpool á dögunum.
Xherdan Shaqiri með Takumi Minamino á æfingu Liverpool á dögunum. Getty/John Powell

Svissneska knattspyrnusambandið hefur staðfest það að Xherdan Shaqiri sé með kórónuveiruna og geti því ekki spilað með svissneska landsliðinu í þessum glugga.

Xherdan Shaqiri er kominn í einangrun.

Áður höfðu Liverpool mennirnir Sadio Mane og Thiago Alcantara fengið kórónuveiruna en þeir misstu báðir af 7-2 tapinu á móti Aston Villa um helgina.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði áhyggjur af sínum mönnum í landsleikjaglugganum en nú lítur út fyrir að Xherdan Shaqiri hafi verið kominn með kórónuveiruna áður en hann fór frá Liverpool til móts við svissneska landsliðið.

Það hefur verið mikið um smit á Liverpool svæðinu að undanförnu og það er greinilega að koma fram í smiti þessara þriggja leikmanna. Nú er bara að bíða að sjá hvort að fleiri leikmenn Liverpool bætist í hópinn en það má búast við því að bæði stuðningsmenn og starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×