Bar grímu og gaf myndavélum þumal á leiðinni út af sjúkrahúsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 23:31 Donald Trump gekk út af Walter Reed-herspítalanum í kvöld þaðan sem hann hélt aftur með þyrlu í Hvíta húsið eftir þriggja daga dvöl á spítala. AP/Evan Vucc Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn af Walter Reed-sjúkrahúsinu. Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Forsetinn bar grímu fyrir vitum sér, lyfti þumalfingri og reisti hnefann fyrir myndavélar sem hann gekk út af spítalanum. Sean P. Conley, læknir forsetans, segir þó að ekki verði „endanlega hægt að anda léttar“ fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. President Trump gives a thumbs up and raises his fist as he leaves Walter Reed Medical Center wearing a surgical mask. Reporters are heard asking, "How many of your staff are sick?" and "Do you think you might be a super spreader, Mr. President?" https://t.co/U5qnHU3CKy pic.twitter.com/8fZDy6qUAO— CBS News (@CBSNews) October 5, 2020 Trump dvaldi alls í þrjár nætur á sjúkrahúsinu en þótt hann sé nú snúinn til baka í Hvíta húsið er hann þó að sögn Conley læknis ekki alveg laus allra mála eftir að hafa greinst smitaður af covid-19. „Síðasta sólarhringinn hefur ástand forsetans haldið áfram að batna,“ sagði Conley við blaðamenn utan við sjúkrahúsið í kvöld og bætti við að forsetinn uppfylli allar kröfur til þess að útskrifast. Forsetinn var fluttur með þyrlu aftur í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Hann svaraði jafnframt spurningum blaðamanna um ástand forsetans og greindi frá því að hann hafi fengið þriðja skammtinn af veirulyfinu remdesivir og að hann haldi áfram að taka dexamethasone, steralyf sem hafi sýnt sig að verki vel á sjúklinga sem hafa orðið mjög veikir af covid-19. „Við horfum til helgarinnar,“ sagði Conley. „Ef við getum komist í gegnum mánudaginn, með hann í sama ástandi eða betra, þá getum við loksins andað léttar.“ Hann svaraði því ekki með skýrum hætti hvort forsetinn yrði í einangrun á heimili sínu. Hér má sjá Donald Trump við það að taka af sér grímuna eftir að vera mættur til baka í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Fjöldi covid-19 smitaðra sem starfa í vestur álmu Hvíta hússins hefur farið vaxandi undanfarna daga en síðast í dag bættist blaðafulltrúi Trump, Keyleigh McEnany, í hóp þeirra starfsmanna sem sýktir eru af veirunni. Fleiri en 200 þúsund eru látnir í Bandaríkjunum af völdum covid-19 eftir að faraldurinn hófst. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn af Walter Reed-sjúkrahúsinu. Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Forsetinn bar grímu fyrir vitum sér, lyfti þumalfingri og reisti hnefann fyrir myndavélar sem hann gekk út af spítalanum. Sean P. Conley, læknir forsetans, segir þó að ekki verði „endanlega hægt að anda léttar“ fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. President Trump gives a thumbs up and raises his fist as he leaves Walter Reed Medical Center wearing a surgical mask. Reporters are heard asking, "How many of your staff are sick?" and "Do you think you might be a super spreader, Mr. President?" https://t.co/U5qnHU3CKy pic.twitter.com/8fZDy6qUAO— CBS News (@CBSNews) October 5, 2020 Trump dvaldi alls í þrjár nætur á sjúkrahúsinu en þótt hann sé nú snúinn til baka í Hvíta húsið er hann þó að sögn Conley læknis ekki alveg laus allra mála eftir að hafa greinst smitaður af covid-19. „Síðasta sólarhringinn hefur ástand forsetans haldið áfram að batna,“ sagði Conley við blaðamenn utan við sjúkrahúsið í kvöld og bætti við að forsetinn uppfylli allar kröfur til þess að útskrifast. Forsetinn var fluttur með þyrlu aftur í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Hann svaraði jafnframt spurningum blaðamanna um ástand forsetans og greindi frá því að hann hafi fengið þriðja skammtinn af veirulyfinu remdesivir og að hann haldi áfram að taka dexamethasone, steralyf sem hafi sýnt sig að verki vel á sjúklinga sem hafa orðið mjög veikir af covid-19. „Við horfum til helgarinnar,“ sagði Conley. „Ef við getum komist í gegnum mánudaginn, með hann í sama ástandi eða betra, þá getum við loksins andað léttar.“ Hann svaraði því ekki með skýrum hætti hvort forsetinn yrði í einangrun á heimili sínu. Hér má sjá Donald Trump við það að taka af sér grímuna eftir að vera mættur til baka í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Fjöldi covid-19 smitaðra sem starfa í vestur álmu Hvíta hússins hefur farið vaxandi undanfarna daga en síðast í dag bættist blaðafulltrúi Trump, Keyleigh McEnany, í hóp þeirra starfsmanna sem sýktir eru af veirunni. Fleiri en 200 þúsund eru látnir í Bandaríkjunum af völdum covid-19 eftir að faraldurinn hófst.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira