Trump útskrifast af sjúkrahúsi í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 19:41 Myndin er tekin af Donald Trump í gær er hann sat símafund í fundarherbergi sínu á Walter Reed-sjúkrahúsinu í gær. AP/Tia Dufour - Hvíta húsið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu útskrifast af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Maryland í kvöld. Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Trump greindist með covid-19 á fimmtudaginn og síðast í dag bættist Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í hóp þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem eru smitaðir af kórónuveirunni en margt starfsfólk Hvíta hússins og nánir samstarfsmenn forsetans eru nú ýmist smitaðir af veirunni eða eru í sóttkví. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 „Við höfum þróað, í stjórnartíð Trump-stjórnarinnar, mjög frábær lyf og þekkingu. Mér líður betur en mér leið fyrir tuttugu árum!“ skrifar forsetinn ennfremur í færslu sinni. Trump brást einnig við gagnrýni sem hann hefur sætt eftir að hann fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann. Líkt og svo oft áður beinir forsetinn gagnrýni sinni að fjölmiðlum í annarri færslu sem hann birti á Twitter áðan. „Fjölmiðlar eru ósáttir vegna þess að ég fór í öruggri bifreið til að segja takk við mína fjölmörgu aðdáendur og stuðningsmenn sem höfðu staðið fyrir utan sjúkrahúsið í marga klukkutíma, jafnvel daga, til að votta forseta sínum virðingu. Ef ég hefði ekki gert það, þá hefðu fjölmiðlar sagt DÓNALEGT!!!“ segir í færslu forsetans. It is reported that the Media is upset because I got into a secure vehicle to say thank you to the many fans and supporters who were standing outside of the hospital for many hours, and even days, to pay their respect to their President. If I didn t do it, Media would say RUDE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu útskrifast af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Maryland í kvöld. Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Trump greindist með covid-19 á fimmtudaginn og síðast í dag bættist Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í hóp þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem eru smitaðir af kórónuveirunni en margt starfsfólk Hvíta hússins og nánir samstarfsmenn forsetans eru nú ýmist smitaðir af veirunni eða eru í sóttkví. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 „Við höfum þróað, í stjórnartíð Trump-stjórnarinnar, mjög frábær lyf og þekkingu. Mér líður betur en mér leið fyrir tuttugu árum!“ skrifar forsetinn ennfremur í færslu sinni. Trump brást einnig við gagnrýni sem hann hefur sætt eftir að hann fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann. Líkt og svo oft áður beinir forsetinn gagnrýni sinni að fjölmiðlum í annarri færslu sem hann birti á Twitter áðan. „Fjölmiðlar eru ósáttir vegna þess að ég fór í öruggri bifreið til að segja takk við mína fjölmörgu aðdáendur og stuðningsmenn sem höfðu staðið fyrir utan sjúkrahúsið í marga klukkutíma, jafnvel daga, til að votta forseta sínum virðingu. Ef ég hefði ekki gert það, þá hefðu fjölmiðlar sagt DÓNALEGT!!!“ segir í færslu forsetans. It is reported that the Media is upset because I got into a secure vehicle to say thank you to the many fans and supporters who were standing outside of the hospital for many hours, and even days, to pay their respect to their President. If I didn t do it, Media would say RUDE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira