Trump útskrifast af sjúkrahúsi í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 19:41 Myndin er tekin af Donald Trump í gær er hann sat símafund í fundarherbergi sínu á Walter Reed-sjúkrahúsinu í gær. AP/Tia Dufour - Hvíta húsið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu útskrifast af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Maryland í kvöld. Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Trump greindist með covid-19 á fimmtudaginn og síðast í dag bættist Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í hóp þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem eru smitaðir af kórónuveirunni en margt starfsfólk Hvíta hússins og nánir samstarfsmenn forsetans eru nú ýmist smitaðir af veirunni eða eru í sóttkví. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 „Við höfum þróað, í stjórnartíð Trump-stjórnarinnar, mjög frábær lyf og þekkingu. Mér líður betur en mér leið fyrir tuttugu árum!“ skrifar forsetinn ennfremur í færslu sinni. Trump brást einnig við gagnrýni sem hann hefur sætt eftir að hann fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann. Líkt og svo oft áður beinir forsetinn gagnrýni sinni að fjölmiðlum í annarri færslu sem hann birti á Twitter áðan. „Fjölmiðlar eru ósáttir vegna þess að ég fór í öruggri bifreið til að segja takk við mína fjölmörgu aðdáendur og stuðningsmenn sem höfðu staðið fyrir utan sjúkrahúsið í marga klukkutíma, jafnvel daga, til að votta forseta sínum virðingu. Ef ég hefði ekki gert það, þá hefðu fjölmiðlar sagt DÓNALEGT!!!“ segir í færslu forsetans. It is reported that the Media is upset because I got into a secure vehicle to say thank you to the many fans and supporters who were standing outside of the hospital for many hours, and even days, to pay their respect to their President. If I didn t do it, Media would say RUDE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu útskrifast af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Maryland í kvöld. Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Trump greindist með covid-19 á fimmtudaginn og síðast í dag bættist Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í hóp þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem eru smitaðir af kórónuveirunni en margt starfsfólk Hvíta hússins og nánir samstarfsmenn forsetans eru nú ýmist smitaðir af veirunni eða eru í sóttkví. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 „Við höfum þróað, í stjórnartíð Trump-stjórnarinnar, mjög frábær lyf og þekkingu. Mér líður betur en mér leið fyrir tuttugu árum!“ skrifar forsetinn ennfremur í færslu sinni. Trump brást einnig við gagnrýni sem hann hefur sætt eftir að hann fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann. Líkt og svo oft áður beinir forsetinn gagnrýni sinni að fjölmiðlum í annarri færslu sem hann birti á Twitter áðan. „Fjölmiðlar eru ósáttir vegna þess að ég fór í öruggri bifreið til að segja takk við mína fjölmörgu aðdáendur og stuðningsmenn sem höfðu staðið fyrir utan sjúkrahúsið í marga klukkutíma, jafnvel daga, til að votta forseta sínum virðingu. Ef ég hefði ekki gert það, þá hefðu fjölmiðlar sagt DÓNALEGT!!!“ segir í færslu forsetans. It is reported that the Media is upset because I got into a secure vehicle to say thank you to the many fans and supporters who were standing outside of the hospital for many hours, and even days, to pay their respect to their President. If I didn t do it, Media would say RUDE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira