Íslenski boltinn

Blikar fagna 70 ár afmæli með vínrauðum búningum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Breiðabliks munu leika í vínrauðu í dag.
Leikmenn Breiðabliks munu leika í vínrauðu í dag. VÍSIR/BÁRA

Breiðablik mun leika í vínrauðum treyjum gegn Fylki er liðin mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Er það gert í tilefni 70 ára afmæli Breiðabliks. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Breiðabliks. Þar segir:

„Meistaraflokkar Breiðabliks munu á næstu dögum spila hvorn sinn heimaleikinn í vínrauðum afmælistreyjum. Báðir leikir eru gegn Fylki; fyrst karlarnir á sunnudag og svo konurnar 10. október næstkomandi. Breiðablik fagnar því í ár að 70 ár eru síðan félagið var stofnað þar sem þá hét Kópavogshreppur en félagið er nú fjölmennasta íþróttafélag landsins.“

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta kemur út en eflaust muna fá eftir því þegar Blikar léku síðast í vínrauðu.

Leikur Breiðabliks og Fylkis hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×