Þorsteinn: Þetta er ekki komið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2020 20:26 Þorsteinn Halldórsson, lengst til hægri, fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét „Auðvitað hefðum við sæst á jafntefli á endanum en við ætluðum að vinna þennan leik. Við spiluðum ekki upp á jafntefli eins og sást í fyrri hálfleik. Við spiluðum bara okkar leik og mér fannst við spila fyrri hálfleikinn virkilega vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Helenu Ólafsdóttur eftir sigur á Val, 0-1, í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleik og náðum ekki að spila í gegnum pressuna hjá þeim sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við vorum í meiri vandræðum í seinni hálfleik. En þegar þú spilar gegn góðu liði þarftu að verjast og vera tilbúinn til þess. Og ef þú gerir það vel áttu möguleika á að vinna.“ Þorsteinn segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í aðdraganda leiksins þrátt fyrir mikilvægi hans. „Þetta var hefðbundið og ekkert flókið. Þetta var eins og þetta hefur verið. Þetta eru engin geimvísindi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Val á toppi Pepsi Max-deildarinnar, á leik til góða og er með miklu betri markatölu. Þorsteinn segir þó að enn sé ekkert í hendi. „Þetta er ekki komið. Auðvitað lítur þetta vel út en við þurfum að vinna leiki til að klára þetta. Við njótum sigursins í dag og svo þurfum við að koma okkur niður á jörðina og undirbúa næsta leik,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik tekur á móti Fylki á sunnudaginn eftir viku. Blikar misstu markahrókinn Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til Le Havre í Frakklandi fyrir nokkrum vikum. Sveindís Jane Jónsdóttir tók stöðu hennar í fremstu víglínu Blika og hefur skilað henni vel. „Þótt það hafi gengið mjög vel hjá okkur er leikurinn okkar öðruvísi eftir að Sveindís fór upp á topp. Það voru ákveðnir hlutir sem Berglind gerði mjög vel sem Sveindís sem gerir ekki og öfugt. Takturinn í leik okkar er aðeins öðruvísi,“ sagði Þorsteinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10 Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Auðvitað hefðum við sæst á jafntefli á endanum en við ætluðum að vinna þennan leik. Við spiluðum ekki upp á jafntefli eins og sást í fyrri hálfleik. Við spiluðum bara okkar leik og mér fannst við spila fyrri hálfleikinn virkilega vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Helenu Ólafsdóttur eftir sigur á Val, 0-1, í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleik og náðum ekki að spila í gegnum pressuna hjá þeim sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við vorum í meiri vandræðum í seinni hálfleik. En þegar þú spilar gegn góðu liði þarftu að verjast og vera tilbúinn til þess. Og ef þú gerir það vel áttu möguleika á að vinna.“ Þorsteinn segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í aðdraganda leiksins þrátt fyrir mikilvægi hans. „Þetta var hefðbundið og ekkert flókið. Þetta var eins og þetta hefur verið. Þetta eru engin geimvísindi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Val á toppi Pepsi Max-deildarinnar, á leik til góða og er með miklu betri markatölu. Þorsteinn segir þó að enn sé ekkert í hendi. „Þetta er ekki komið. Auðvitað lítur þetta vel út en við þurfum að vinna leiki til að klára þetta. Við njótum sigursins í dag og svo þurfum við að koma okkur niður á jörðina og undirbúa næsta leik,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik tekur á móti Fylki á sunnudaginn eftir viku. Blikar misstu markahrókinn Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til Le Havre í Frakklandi fyrir nokkrum vikum. Sveindís Jane Jónsdóttir tók stöðu hennar í fremstu víglínu Blika og hefur skilað henni vel. „Þótt það hafi gengið mjög vel hjá okkur er leikurinn okkar öðruvísi eftir að Sveindís fór upp á topp. Það voru ákveðnir hlutir sem Berglind gerði mjög vel sem Sveindís sem gerir ekki og öfugt. Takturinn í leik okkar er aðeins öðruvísi,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10 Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10
Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32
Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50