Þorsteinn: Þetta er ekki komið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2020 20:26 Þorsteinn Halldórsson, lengst til hægri, fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét „Auðvitað hefðum við sæst á jafntefli á endanum en við ætluðum að vinna þennan leik. Við spiluðum ekki upp á jafntefli eins og sást í fyrri hálfleik. Við spiluðum bara okkar leik og mér fannst við spila fyrri hálfleikinn virkilega vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Helenu Ólafsdóttur eftir sigur á Val, 0-1, í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleik og náðum ekki að spila í gegnum pressuna hjá þeim sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við vorum í meiri vandræðum í seinni hálfleik. En þegar þú spilar gegn góðu liði þarftu að verjast og vera tilbúinn til þess. Og ef þú gerir það vel áttu möguleika á að vinna.“ Þorsteinn segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í aðdraganda leiksins þrátt fyrir mikilvægi hans. „Þetta var hefðbundið og ekkert flókið. Þetta var eins og þetta hefur verið. Þetta eru engin geimvísindi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Val á toppi Pepsi Max-deildarinnar, á leik til góða og er með miklu betri markatölu. Þorsteinn segir þó að enn sé ekkert í hendi. „Þetta er ekki komið. Auðvitað lítur þetta vel út en við þurfum að vinna leiki til að klára þetta. Við njótum sigursins í dag og svo þurfum við að koma okkur niður á jörðina og undirbúa næsta leik,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik tekur á móti Fylki á sunnudaginn eftir viku. Blikar misstu markahrókinn Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til Le Havre í Frakklandi fyrir nokkrum vikum. Sveindís Jane Jónsdóttir tók stöðu hennar í fremstu víglínu Blika og hefur skilað henni vel. „Þótt það hafi gengið mjög vel hjá okkur er leikurinn okkar öðruvísi eftir að Sveindís fór upp á topp. Það voru ákveðnir hlutir sem Berglind gerði mjög vel sem Sveindís sem gerir ekki og öfugt. Takturinn í leik okkar er aðeins öðruvísi,“ sagði Þorsteinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10 Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
„Auðvitað hefðum við sæst á jafntefli á endanum en við ætluðum að vinna þennan leik. Við spiluðum ekki upp á jafntefli eins og sást í fyrri hálfleik. Við spiluðum bara okkar leik og mér fannst við spila fyrri hálfleikinn virkilega vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Helenu Ólafsdóttur eftir sigur á Val, 0-1, í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleik og náðum ekki að spila í gegnum pressuna hjá þeim sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við vorum í meiri vandræðum í seinni hálfleik. En þegar þú spilar gegn góðu liði þarftu að verjast og vera tilbúinn til þess. Og ef þú gerir það vel áttu möguleika á að vinna.“ Þorsteinn segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í aðdraganda leiksins þrátt fyrir mikilvægi hans. „Þetta var hefðbundið og ekkert flókið. Þetta var eins og þetta hefur verið. Þetta eru engin geimvísindi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Val á toppi Pepsi Max-deildarinnar, á leik til góða og er með miklu betri markatölu. Þorsteinn segir þó að enn sé ekkert í hendi. „Þetta er ekki komið. Auðvitað lítur þetta vel út en við þurfum að vinna leiki til að klára þetta. Við njótum sigursins í dag og svo þurfum við að koma okkur niður á jörðina og undirbúa næsta leik,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik tekur á móti Fylki á sunnudaginn eftir viku. Blikar misstu markahrókinn Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til Le Havre í Frakklandi fyrir nokkrum vikum. Sveindís Jane Jónsdóttir tók stöðu hennar í fremstu víglínu Blika og hefur skilað henni vel. „Þótt það hafi gengið mjög vel hjá okkur er leikurinn okkar öðruvísi eftir að Sveindís fór upp á topp. Það voru ákveðnir hlutir sem Berglind gerði mjög vel sem Sveindís sem gerir ekki og öfugt. Takturinn í leik okkar er aðeins öðruvísi,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10 Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10
Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32
Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50