Íslenski boltinn

Blikakonur ekki unnið á Hlíðarenda í fimm ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agla María Albertsdóttir sækir á Hallberu Guðnýju Gísladóttur.
Agla María Albertsdóttir sækir á Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Vísir/Daníel Þór

Ætli Blikarkonur að fara langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun þá þurfa þær að gera eitthvað sem þær hafa ekki náð í meira en fimm ár.

Valur tekur á móti Breiðabliki á morgun í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deild kvenna í fótbolta en þetta eru tvö langefstu lið deildarinnar. Valur er með eins stigs forskot á Breiðablik en Blikarnir eiga einn leik inni á Val.

Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Blikunum hefur ekki gengið mjög vel á Hlíðarenda í Pepsi Max deildinni undanfarin sumar. Breiðabliksliðið er án sigurs í síðustu fjórum leikjum liðanna við rætur Öskjuhlíðar.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Origo-vellinum í fyrra og þegar Blikarnir unnu

Íslandsmeistaratitilinn fyrir tveimur árum þá töpuðu þær 3-2 á móti Val í lokaumferðinni.

Valsliðið hefur unnið fyrri hálfleikina samtals 4-1 í þessum tveimur leikjum og komu öll fjögur mörk liðsins þá á fyrstu 36 mínútunum. Valur komst í 2-0 í fyrra en Blikar náðu að jafna metin.

Fyrir tveimur árum þá komst Valsliðið í 3-0 en Blikar svöruðu þá líka með tveimur mörkum.

Blikar unnu síðast á Valsvellinum 16. júní 2015 en Blikar unnu þá 6-0 stórsigur. Í liði Blika í þeim leik var einmitt Hallbera Guðný Gísladóttir sem er núna fyrirliði Valsliðsins.

Síðustu deildarleikir kvennaliða Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda.

  • 2019: 2-2 jafntefli VALUR ÍSLANDSMEISTARI
  • 2018: Valur vann 3-2 BREIÐABLIK ÍSLANDSMEISTARI
  • 2017: Valur vann 2-0
  • 2016: Valur vann 1-0
  • 2015: Breiðablik vann 6-0 BREIÐABLIK ÍSLANDSMEISTARI
  • 2014: Valur vann 3-1
  • 2013: Valur vann 2-1
  • 2012: Breiðablik vann 4-0
  • 2011: Valur vann 3-1
  • 2010: Valur vann 2-1 VALUR ÍSLANDSMEISTARI

Tengdar fréttir

Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum

„Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×