Gylfi Þór lagði upp er Everton komst örugglega áfram

Gylfi Þór fagnar með Dominic Calvert-Lewin, sem skoraði þrennu í kvöld, og öðrum leikmönnum Everton.
Gylfi Þór fagnar með Dominic Calvert-Lewin, sem skoraði þrennu í kvöld, og öðrum leikmönnum Everton. Tony McArdle/Getty Images

Everton vann öruggan 4-1 sigur á West Ham United og er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins. Var þetta sjötti sigur liðsins í röð.

Everton hefur leikið frábærlega það sem af er leiktíð og það hélt áfram í kvöld. Carlo Ancelotti stillti upp sterku liði í kvöld. James Rodriguez, Richarlison, Dominic Calvert-Lewin og fleiri voru allir í byrjunarliði Everton. Það var þó Gylfi Þór Sigurðsson sem bar fyrirliðabandið en hann lék allan leikinn á miðju Everton.

Calvert-Lewin er sjóðandi heitur þessa dagana en hann kom Everton yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik og var það eina mark fyrri hálfleiksins. West Ham jafnaði metin nánast um leið og sá síðari hófst. Robert Snodgrass þar að verki.

Richarlison kom Everton yfir tíu mínútum síðar. Calvert-Lewin bætti svo við tveimur mörkum undir lok leiks og fullkomnaði þrennu sína. Hann hefur nú skorað tvær þrennur á leiktíðinni og er kominn með átta mörk í fimm leikjum.

Gylfi Þór lagði upp síðara markið. 

Everton er þar með komið í 8-liða úrslit deildarbikarsins ásamt Newcastle United, Tottenham Hotspur, Manchester City og Manchester United.


Tengdar fréttir

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira