Enski boltinn

Tor­res með sitt fyrsta mark fyrir City | New­­cast­­le þurfti víta­­­spyrnu­­keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sterling fagnar með Torres er sá síðarnefndi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man City.
Sterling fagnar með Torres er sá síðarnefndi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man City. Paul Ellis/Getty Images

Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins  í enska deildarbikarnum er nú lokið. Manchester City og Newcastle United eru komin áfram í 8-liða úrslit.

Man City vann öruggan 3-0 útisigur á Burnley á meðan Newcastle þurfti vítaspyrnukeppni gegn Newport County.

Pep Guardiola gerði töluvert af breytingum á liði sínu fyrir leik kvöldsins en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling hóf leikinn sem fremsti maður og skoraði tvívegis. Eitt í fyrri hálfleik og hitt í þeim síðari. Ferran Torres skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið á 65. mínutu. 

Staðan þá 3-0 City í vil og þar við sat. 

Newcastle lenti í miklum vandræðum á útivelli gegn Newport County. Tristan Abrahams kom heimamönnum yfir eftir aðeins fimm mínútur og lengi vel virtist sem þeir væru að fara í 8-liða úrslit. Jonjo Shelvey jafnaði hins vegar metin á 87. mínútu leiksins og lokatölur 1-1.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar höfðu Newcastle betur, 5-4. Newport brenndi af tveimur á meðan Joelinton brenndi af fyrir Newcastle en það kom ekki að sök.


Tengdar fréttir

„Jose var ekki glaður en náttúran kallaði“

Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×