Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03