Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 22:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira