Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 22:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira