Enski boltinn

Sergio kominn til Totten­ham og getur ekki beðið eftir að vinna með „heimsklassa stjóranum“ Mourin­ho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio Reguilon í búningi Tottenham.
Sergio Reguilon í búningi Tottenham. vísir/getty

Tottenham hefur keypt varnarmanninn Sergio Reguilon frá Real Madrid og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við félagið.

Sergio er 23 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur verið á mála hjá Real Madrid frá því að hann var níu ára gamall.

Hann var lánaður til Sevilla á síðustu leiktíð og vakti verðskuldaða athygli í liðinu sem vann Evrópudeildina. Nú er hann kominn í enska boltann.

„Tottenham er með heimsklassa leikmenn og heimsklassa stjóra. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að vinna með honum,“ sagði Sergio í samtali við heimasíðu Tottenham.

Man. United var einnig sagt hafa áhuga á bakverðinum en klásúla um að Real vilji geta keypt hann til baka á ákveðna fjárhæð er talið hafa fælt United frá bakverðinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.