Liverpool í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:30 Jürgen Klopp þarf áfram að treysta á heimsklassaframmistöðu frá Mohamed Salah og fleirum ætli Liverpool að halda áfram að vinna titla. Getty/Shaun Botterill Liverpool hefur eytt 48 milljörðum minna en Chelsea í nýja leikmenn í síðustu fjórum leikmannagluggum en þetta kemur fram í nýrri samantekt Sky Sports. Liverpool hefur ekki styrkt meistaralið sitt að neinu ráði í sumar og sumir stuðningsmenn félagsins eru farnir að hafa áhyggjur. Flestum finnst full ástæða til að hrista aðeins upp í leikmannahópnum með nýjum sterkum leikmanni en ekkert gerist. Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þrátt fyrir að styrkja liðið nánast ekki neitt fyrir tímabilið. Nú lítur út að sama verði upp á teningnum nú. Á sama tíma hefur Chelsea, næstu mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, eytt yfir tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, varði eyðslu Chelsea í sumar með því að segja að Liverpool hafi líka eytt miklu í sína leikmenn en sú fullyrðing stenst ekki alveg þegar síðustu fjórir gluggar eru skoðaðir. Klopp: 'Liverpool have a different approach than clubs owned by countries and oligarchs'Lampard: 'I found Klopp's comments slightly amusing'Liverpool have spent £23m compared to Chelsea's £302m in the last four windows #LFC #CFC https://t.co/I2Y8BIQWJ4— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Liverpool er nefnilega í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening í síðustu fjórum gluggum eða frá og með janúarglugganum 2019. Sky Sports tók það nefnilega saman hversu litlu Liverpool hefur eytt í nýja leikmenn miðað við hina stóru klúbbana í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur eytt langmestum pening eða 302 milljónum punda. Það gerði félagið þrátt fyrir að vera í félagsskiptabanni á þessum tíma. Manchester United er í öðru sæti með 255 milljón í nýja leikmenn og nágrannar þeirra í Manchester City hafa eytt 226 milljónum á leikmannamarkaðnum. Tottenham er í fjórða sæti með eyðslu upp á 186 milljónir punda og Arsenal er líka langt á undan Liverpool með eyðslu upp á 173 milljónir punda en Liverpool hefur aðeins eytt 23 milljónum punda á þessu tímabili. Það munar því 279 milljónum punda á eyðslu Chelsea og Liverpool í þessum fjórum síðustu félagsskiptagluggum eða meira en 48 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða á þessum tíma sem eru titlar sem gefið hafa félagið talsverðar aukatekjur. Þessir peningar hafa þó ekki farið í það að kaupa nýja leikmenn. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist áður en glugginn lokar en Liverpool hefur verið mikið á eftir spænska miðjumanninum Thiago Alcantara. Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Liverpool hefur eytt 48 milljörðum minna en Chelsea í nýja leikmenn í síðustu fjórum leikmannagluggum en þetta kemur fram í nýrri samantekt Sky Sports. Liverpool hefur ekki styrkt meistaralið sitt að neinu ráði í sumar og sumir stuðningsmenn félagsins eru farnir að hafa áhyggjur. Flestum finnst full ástæða til að hrista aðeins upp í leikmannahópnum með nýjum sterkum leikmanni en ekkert gerist. Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þrátt fyrir að styrkja liðið nánast ekki neitt fyrir tímabilið. Nú lítur út að sama verði upp á teningnum nú. Á sama tíma hefur Chelsea, næstu mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, eytt yfir tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, varði eyðslu Chelsea í sumar með því að segja að Liverpool hafi líka eytt miklu í sína leikmenn en sú fullyrðing stenst ekki alveg þegar síðustu fjórir gluggar eru skoðaðir. Klopp: 'Liverpool have a different approach than clubs owned by countries and oligarchs'Lampard: 'I found Klopp's comments slightly amusing'Liverpool have spent £23m compared to Chelsea's £302m in the last four windows #LFC #CFC https://t.co/I2Y8BIQWJ4— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Liverpool er nefnilega í algjörum sérflokki meðal „stóru sex“ í því að eyða ekki pening í síðustu fjórum gluggum eða frá og með janúarglugganum 2019. Sky Sports tók það nefnilega saman hversu litlu Liverpool hefur eytt í nýja leikmenn miðað við hina stóru klúbbana í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur eytt langmestum pening eða 302 milljónum punda. Það gerði félagið þrátt fyrir að vera í félagsskiptabanni á þessum tíma. Manchester United er í öðru sæti með 255 milljón í nýja leikmenn og nágrannar þeirra í Manchester City hafa eytt 226 milljónum á leikmannamarkaðnum. Tottenham er í fjórða sæti með eyðslu upp á 186 milljónir punda og Arsenal er líka langt á undan Liverpool með eyðslu upp á 173 milljónir punda en Liverpool hefur aðeins eytt 23 milljónum punda á þessu tímabili. Það munar því 279 milljónum punda á eyðslu Chelsea og Liverpool í þessum fjórum síðustu félagsskiptagluggum eða meira en 48 milljörðum króna. Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða á þessum tíma sem eru titlar sem gefið hafa félagið talsverðar aukatekjur. Þessir peningar hafa þó ekki farið í það að kaupa nýja leikmenn. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist áður en glugginn lokar en Liverpool hefur verið mikið á eftir spænska miðjumanninum Thiago Alcantara.
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira