Gular viðvaranir vestanlands og á hálendinu Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2020 07:05 Gular viðvaranir taka gildi um og eftir hádegi. Veðurstofan Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Miðhálendið í dag sem spáð er hvassviðri. Viðvaranirnar gilda frá um og eftir hádegi í dag og fram á kvöld, nema fyrir Miðhálendið þar sem viðvörunin gildir fram í fyrramálið. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skil séu byrjuð að ganga yfir landið og nú i morgunsárið sé farið að hvessa af suðri vestast á landinu. Áfram verði vaxandi sunnanátt á landinu og muni vindur ná stormstyrk á nokkrum stöðum vestanlands og á miðhálendinu, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og norðan jökla. Er spáð 15-23 metrum á sekúndu með hvössum vindstrengjum við fjöll, 25-35 metrum á sekúndu. „Skilunum fylgir einnig rigning, einkum sunnan- og vestantil, en þó mun einhver dálítil væta ná inná norðausturland. Í kvöld snýst síðan í hægari suðvestanátt með skúrum, en léttir til austantil í nótt og fyrramálið. Fram að helgi er útlit fyrir suðvestan strekkingsvind og áframhaldandi skúrir um landið vestanvert en bjartviðri austanlands. Seinnipart sunnudags er síðan von á myndarlegri lægð að landinu og með henni allhvöss sunnanátt og rigning en er lægðin fikrar sig norðaustur yfir landið þá snýst í norðanátt og slyddu eða snjókomu norðanlands.“ Skilunum fylgir einnig rigning, einkum sunnan- og vestantil, en þó mun einhver dálítil væta ná inná norðausturland. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 5-13 m/s og rigning eða skúrir, en þurrt og bjart að mestu austantil á landinu. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á föstudag: Suðvestlæg átt, 8-15 m/s og smáskúrir vestantil, en hægari vindur og léttskýjað um landið austanvert. Hiti breytist lítið. Á laugardag: Suðvestan 10-18 m/s. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur, bjartviðri og úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Áfram milt í veðri. Á sunnudag: Vaxandi sunnanátt með rigningu, víða allhvass vindur um kvöldið. Hiti 6 til 10 stig. Á mánudag: Líklega hvöss suðvestlæg eða breytileg átt og rigning um allt land. Útlit fyrir norðlæga átt og slyddu eða snjókomu norðvestantil um kvöldið. Kólnandi veður. Á þriðjudag (haustjafndægur): Útlit fyrir stífa norðlæga átt með slyddu eða snjókomu norðantil, en þurrt að kalla sunnanlands. Veður Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Miðhálendið í dag sem spáð er hvassviðri. Viðvaranirnar gilda frá um og eftir hádegi í dag og fram á kvöld, nema fyrir Miðhálendið þar sem viðvörunin gildir fram í fyrramálið. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skil séu byrjuð að ganga yfir landið og nú i morgunsárið sé farið að hvessa af suðri vestast á landinu. Áfram verði vaxandi sunnanátt á landinu og muni vindur ná stormstyrk á nokkrum stöðum vestanlands og á miðhálendinu, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og norðan jökla. Er spáð 15-23 metrum á sekúndu með hvössum vindstrengjum við fjöll, 25-35 metrum á sekúndu. „Skilunum fylgir einnig rigning, einkum sunnan- og vestantil, en þó mun einhver dálítil væta ná inná norðausturland. Í kvöld snýst síðan í hægari suðvestanátt með skúrum, en léttir til austantil í nótt og fyrramálið. Fram að helgi er útlit fyrir suðvestan strekkingsvind og áframhaldandi skúrir um landið vestanvert en bjartviðri austanlands. Seinnipart sunnudags er síðan von á myndarlegri lægð að landinu og með henni allhvöss sunnanátt og rigning en er lægðin fikrar sig norðaustur yfir landið þá snýst í norðanátt og slyddu eða snjókomu norðanlands.“ Skilunum fylgir einnig rigning, einkum sunnan- og vestantil, en þó mun einhver dálítil væta ná inná norðausturland. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 5-13 m/s og rigning eða skúrir, en þurrt og bjart að mestu austantil á landinu. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á föstudag: Suðvestlæg átt, 8-15 m/s og smáskúrir vestantil, en hægari vindur og léttskýjað um landið austanvert. Hiti breytist lítið. Á laugardag: Suðvestan 10-18 m/s. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur, bjartviðri og úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Áfram milt í veðri. Á sunnudag: Vaxandi sunnanátt með rigningu, víða allhvass vindur um kvöldið. Hiti 6 til 10 stig. Á mánudag: Líklega hvöss suðvestlæg eða breytileg átt og rigning um allt land. Útlit fyrir norðlæga átt og slyddu eða snjókomu norðvestantil um kvöldið. Kólnandi veður. Á þriðjudag (haustjafndægur): Útlit fyrir stífa norðlæga átt með slyddu eða snjókomu norðantil, en þurrt að kalla sunnanlands.
Veður Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Sjá meira