Íslenski boltinn

ÍA með góðan sigur í fallbaráttunni | Haukar halda í vonina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍA vann góðan sigur á Húsavík í kvöld.
ÍA vann góðan sigur á Húsavík í kvöld. Vísir/ÍA

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. ÍA vann 2-1 sigur á Völsungi á meðan Haukar unnu Aftureldingu.

ÍA vann góðan 2-1 sigur á Húsavík og tókst þar með koma sér enn lengra frá Fjölni sem situr í fallsæti líkt og Völsunsstúlkur sem eru svo gott sem fallnar. Unnur Ýr Haraldsdóttir og Dagný Halldórsdóttir skoruðu mörk ÍA á meðan Guðrún Þóra Geirsdóttir skoraði mark ÍA.

Haukar unnu góðan 3-1 sigur á Aftureldingu og er sem stendur aðeins fjórum stigum á eftir Keflavík í baráttunni um sæti í Pepsi Max deildina að ári. Tindastóll er svo gott sem komið upp en Stólarnir sitja á toppi deildarinnar með átta stiga forystu á Hauka sem eru í 3. sæti.

Afturelding er í 5. sæti með 18 stig.

Markaskorarar fengnir af Úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.