Enski boltinn

Man Utd í­hugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bale í leik með Wales á dögunum.
Bale í leik með Wales á dögunum. David Davies/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur verið orðað við enska vængmanninn Jadon Sancho í nær allt sumar. Man United hefur þó ekki verið tilbúið að borga þá upphæð sem Borussia Dortmund vill fá fyrir leikmanninn og nú virðist sem það hafi einfaldlega gefist upp.

Sky Sports greindi frá því að Man Utd íhugi nú að fá Gareth Bale – leikmann Real Madrid – til liðs við sig fyrst Sancho komi ekki fyrr en í fyrsta lagi á næstu leiktíð.

Það er nokkuð stutt síðan hinn 31 árs gamli Bale sagði að hann væri opinn fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, sama hvort um lán væri að ræða eða ekki. Það er ljóst að hann á litla sem enga framtíð fyrir sér hjá Real og vill félagið losna við hann af launaskránni sem fyrst.

United myndi hins vegar aðeins vilja fá Bale á láni og það er eitthvað sem hvorki leikmaðurinn né Real myndi samþykkja. Þó svo að United gæti fengið leikmanninn ódýrt eða á frjálsri sölu er ljóst að launakostnaðurinn yrði nokkuð hár enda Walesverjinn með hátt í 500 þúsund pund á viku eða því sem samsvarar 87 milljónum íslenskra króna.

Það verður áhugavert að sjá hvort Man Utd taki séns á öðru Alexis Sanchez fíaskó eða leyfi Daniel James og Mason Greenwood að sjá alfarið um stöðu hægri vængmanns í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.