Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 20:11 „Sveta er forsetinn minn, Masha er drottningin mín,“ kölluðu mótmælendur í dag er þeir kröfðust þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. Vísir/AP 46 mótmælendur voru handteknir í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, fyrr í dag. Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova, ein þeirra þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn sitjandi forseta í ágúst, yrði látin laus úr haldi. Greint var frá því fyrr í vikunni að Kolesnikova hefði verið numin á brott af grímuklæddum mönnum á mánudag. Ríkisfjölmiðlar í landinu sögðu hana vera í haldi á landamærunum að Úkraínu. Meirihluti þeirra sem voru handteknir í dag voru konur, að því er fram kemur á vef Reuters. Talið er að um það bil fimm þúsund hafi safnast saman í dag til þess að krefjast þess að Kolesnikova yrði sleppt, en mótmæli hafa staðið yfir í landinu frá því að forsetakosningarnar fóru fram í ágúst. Úrslitum kosninganna hefur verið harðlega mótmælt og Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, hefur verið sakaður um stórfellt kosningasvindl. Hann hefur verið forseti í 26 ár og löngum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands hlaut hann 80 prósent atkvæða í kosningunum í síðasta mánuði en sú tala hefur verið dregin í efa. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent en hún hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent. Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
46 mótmælendur voru handteknir í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, fyrr í dag. Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova, ein þeirra þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn sitjandi forseta í ágúst, yrði látin laus úr haldi. Greint var frá því fyrr í vikunni að Kolesnikova hefði verið numin á brott af grímuklæddum mönnum á mánudag. Ríkisfjölmiðlar í landinu sögðu hana vera í haldi á landamærunum að Úkraínu. Meirihluti þeirra sem voru handteknir í dag voru konur, að því er fram kemur á vef Reuters. Talið er að um það bil fimm þúsund hafi safnast saman í dag til þess að krefjast þess að Kolesnikova yrði sleppt, en mótmæli hafa staðið yfir í landinu frá því að forsetakosningarnar fóru fram í ágúst. Úrslitum kosninganna hefur verið harðlega mótmælt og Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, hefur verið sakaður um stórfellt kosningasvindl. Hann hefur verið forseti í 26 ár og löngum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands hlaut hann 80 prósent atkvæða í kosningunum í síðasta mánuði en sú tala hefur verið dregin í efa. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent en hún hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent.
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43
Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54
Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31