Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 8. september 2020 08:05 María Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Getty Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt og Lúkasjenkó sakaður um stórfellt kosningasvindl. Hvítrússneskur landamæravörður segir að Kolesnikova sé nú í haldi á landamærunum en að tveir aðrir stjórnarandstæðingar, þeir Anton Rodnenkov og Ivan Kravtsov, sem einnig hafði verið saknað, hafi farið yfir landamærin til Úkraínu. Hann fullyrðir að þau hafi komið þrjú að landamærunum og þar hafi Kolesnikova verið hent út úr bílnum, sem síðar ók á miklum hraða yfir til Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa staðfest að mennirnir tveir séu nú í haldi þeirra. Reynt að skapa missætti Fregnir af atvikinu eru enn afar óljósar en Svetlana Tikhanovskaya, sem tapaði fyrir Lúkasjenkó í kosningunum og er nú í útlegð í Litháen, segir stjórnvöld reyni með þessu að búa til missætti á meðal stjórnarandstæðinga. Það muni ekki virka og segir hún að mótmælin í landinu eigi bara eftir að aukast. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er atburðarrásin hinsvegar allt önnur, þar er fullyrt að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi handtekið fólkið, keyrt með þau að landamærunum að Úkraínu og krafist þess að þau færu úr landi. Því á María Kolesnikova að hafa neitað, en þeir Rodnenkov og Kravtsov urðu við kröfunum og eru nú í haldi úkraínskra yfirvalda. Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt og Lúkasjenkó sakaður um stórfellt kosningasvindl. Hvítrússneskur landamæravörður segir að Kolesnikova sé nú í haldi á landamærunum en að tveir aðrir stjórnarandstæðingar, þeir Anton Rodnenkov og Ivan Kravtsov, sem einnig hafði verið saknað, hafi farið yfir landamærin til Úkraínu. Hann fullyrðir að þau hafi komið þrjú að landamærunum og þar hafi Kolesnikova verið hent út úr bílnum, sem síðar ók á miklum hraða yfir til Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa staðfest að mennirnir tveir séu nú í haldi þeirra. Reynt að skapa missætti Fregnir af atvikinu eru enn afar óljósar en Svetlana Tikhanovskaya, sem tapaði fyrir Lúkasjenkó í kosningunum og er nú í útlegð í Litháen, segir stjórnvöld reyni með þessu að búa til missætti á meðal stjórnarandstæðinga. Það muni ekki virka og segir hún að mótmælin í landinu eigi bara eftir að aukast. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er atburðarrásin hinsvegar allt önnur, þar er fullyrt að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi handtekið fólkið, keyrt með þau að landamærunum að Úkraínu og krafist þess að þau færu úr landi. Því á María Kolesnikova að hafa neitað, en þeir Rodnenkov og Kravtsov urðu við kröfunum og eru nú í haldi úkraínskra yfirvalda.
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent