Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 12:04 Long March-2F eldflaug var notuð til að skjóta geimfarinu leynilega á loft. Þetta er ekki mynd frá því geimskoti. EPA/HOW HWEE YOUNG Geimvísindastofnun Kína skaut í morgun endurnýtanlegu tilraunageimfari út í geim. Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Í minnisblaði sem dreift var til starfsmanna sagði að bæta ætti öryggi á vettvangi til að koma í veg fyrir leka leyndarmála. South China Morning Post hefur eftir ríkismiðlinum Xinhua að geimfarið sem um ræðir verði notað til að rannsaka endurnýtanlega tækni sem nota eigi til „friðsamra nota“ í geimnum. Heimildarmaður SCMP vildi ekki veita upplýsingar um geimfarið nýja en sagði að blaðamenn ættu að skoða X-37B geimfar Bandaríkjanna. X-37B er leynilegt ómannað geimfar sem Flugher Bandaríkjanna rekur. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Því var síðast skotið á loft í maí. Þá bar geimfarið nokkuð merkilega tilraun. Þar var um að ræða gervihnött sem á að breyta sólarorku í örbylgjur og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar. Vitað er að Kínverjar eru einnig að vinna að þróun þessarar tækni og hafa sett sér það markmið að koma upp orkustöð í geimnum fyrir árið 2050. Geimfarinn Jessica Meir sýndi fyrr á árinu fram á að tæknin gæti virkað þegar hún notaði örbylgjur til að kveikja á peru. Kína Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Geimvísindastofnun Kína skaut í morgun endurnýtanlegu tilraunageimfari út í geim. Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Í minnisblaði sem dreift var til starfsmanna sagði að bæta ætti öryggi á vettvangi til að koma í veg fyrir leka leyndarmála. South China Morning Post hefur eftir ríkismiðlinum Xinhua að geimfarið sem um ræðir verði notað til að rannsaka endurnýtanlega tækni sem nota eigi til „friðsamra nota“ í geimnum. Heimildarmaður SCMP vildi ekki veita upplýsingar um geimfarið nýja en sagði að blaðamenn ættu að skoða X-37B geimfar Bandaríkjanna. X-37B er leynilegt ómannað geimfar sem Flugher Bandaríkjanna rekur. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Því var síðast skotið á loft í maí. Þá bar geimfarið nokkuð merkilega tilraun. Þar var um að ræða gervihnött sem á að breyta sólarorku í örbylgjur og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar. Vitað er að Kínverjar eru einnig að vinna að þróun þessarar tækni og hafa sett sér það markmið að koma upp orkustöð í geimnum fyrir árið 2050. Geimfarinn Jessica Meir sýndi fyrr á árinu fram á að tæknin gæti virkað þegar hún notaði örbylgjur til að kveikja á peru.
Kína Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20