Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 14:08 Farið, sem kallast X-37B, mun bera mörg tilraunaverkefni og er þetta í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. EPA/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri. Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri.
Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira