Veður

Styttist í að lægðirnar fái á sig haust­legri blæ

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14, eins og það leit út í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14, eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Áfram verður rólegheita veður næstu daga með hægri vestlægri átt lengst af. Lægð mun þó nálgast landið á sunnudaginn.

Veðurstofan segir að eins og oftast þá fylgi hafáttum raki og megi því búast við að það verði skýjað í dag, en að úrkomulítið verði á vesturhelmingi landsins en léttara austantil. Þokkalega milt veður engu að síður.

„Á sunnudag lítur út fyrir að lægð nálgist landið með auknum vindi og rigningu, en nú styttist í að lægðirnar fái á sig haustlegri blæ, en þeim fylgir oft hvassviðri og talsverð úrkoma,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum A-til. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á SA-landi.

Á laugardag: Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og líkur á lítilsháttar vætu S- og V-lands. Hiti 10 til 15 stig.

Á sunnudag: Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en hægari og þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-lands.

Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt og rignir víða um land, en áfram milt veður.

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt með rigningu á köflum. Hiti 9 til 14 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×