Enski boltinn

Fyrrum boltabulla dæmdi í ensku úrvalsdeildinni í næstum áratug

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Winter í úrslitaleik FA-bikarsins árið 2004 að ræða við Dennis Wise og Paul Scholes.
Winter í úrslitaleik FA-bikarsins árið 2004 að ræða við Dennis Wise og Paul Scholes. Phil Cole/Getty Images

Þau sem fylgdust með ensku úrvalsdeildinni snemma á þessari öld muna ef til vill eftir dómaranum Jeff Winter sem er 65 ára gamall í dag. Dæmdi hann í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 1995 til 2004.

Það sem færri vita er að Winter var hluti af gengi sem studdi Middlesbrough, lenti í slagsmálum og var næstum stunginn oftar en einu sinni.

Daniel Taylor hjá The Athletic fjallaði ítarlega um fótboltabullur í nýjustu grein sinni. Þá eingöngu bullur sem hafa tengsl við fótboltann, voru eða urðu leikmenn til að mynda. Þá kemur barnabarn Bill Shankly við sögu.

Þar kemur Winter einnig við sögu en hann var hluti af vandamáli sem einkenndi breska knattspyrnu allt fram yfir aldamót. Fótboltabullur á leikjum gerðu það að verkum að margur einstaklingurinn þorði einfaldlega ekki á völlinn að styðja lið sitt.

Ekki kemur fram af hverju Winter fékk nóg af því að vera boltabulla en sagði að hann hefði aldrei verið neinn höfuðpaur. Hann hefði bara fylgt straumnum. 

Á endanum ákvað Winter að taka upp flautuna, dæmdi í úrvalsdeildinni sem og bikarkeppnum. Dæmdi hann til að mynda úrslitaleik FA-bikarsins árið 2004 þar sem Manchester United vann 3-0 sigur á Millwall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×