Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 14:01 Fiskiskipum siglt á miðin í Suður-Kínahafi í byrjun mánaðarins. Getty/Yao Feng Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna. Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna.
Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira