Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Saman gegn fúski

Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vest­firðingar sjá fram á þrenn ný jarð­göng

Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi.

Innlent
Fréttamynd

Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráð­leggja fjár­festum að selja

Skerðingar í kvóta á makríl og kolmunna ráða hvað mestu um að virðismat Brims lækkar nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er núna ráðlagt að minnka við stöðu sína í sjávarútvegsfélaginu. Nýlega tilkynnt kaup Brims á öllu hlutafé Lýsis eru sögð vera á „þokkalega háu verði“ en þau muni hins vegar meðal annars tryggja Brim kaupanda að hliðarafurðum á borð við þorsklifur og geta þannig mögulega skapað meiri verðmæti úr þeim.

Innherji
Fréttamynd

Högnuðust um rúma tvo milljarða

Rekstrartekjur Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 milljónum dollara og rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 17,9 milljónum dollara, sem gera um 2,3 milljarða íslnskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu segir að afkoma félagsins á tímabilinu hafi verið ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar hafi veiðar og vinnsla á makríl gengið vel og hins vegar hafi Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, aflað vel á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

And­staða al­mennings hvati til að búa vel um hnútana

Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Reisa minnis­merki um síðutogaraútgerð á Akur­eyri

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins.

Innlent
Fréttamynd

Svaka­legur lax á Snæ­fells­nesi

Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf.

Innlent
Fréttamynd

Björk og Rosalía í hart við ís­lenska ríkið

Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín.

Innlent
Fréttamynd

Kanna fýsileika landeldis á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Bakkavík landeldi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru auð­vitað von­brigði“

Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brýtur inn­viðaráðherra lög?

Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár.

Skoðun