Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Landeldisfyrirtækið First Water hefur tekið í notkun fyrstu 25 metra áframeldistankana á athafnasvæði sínu í Þorlákshöfn og hefur fiskur verið settur í þrjá tanka. Viðskipti innlent 27.8.2025 14:20
Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. Innlent 27.8.2025 12:02
Nú þarf að gyrða sig í brók Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án þess að stórskaða villta laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það. Þetta eru vísindalegar staðreyndir. Skoðun 27.8.2025 07:02
Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. Innlent 21. ágúst 2025 17:47
Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Viðskipti innlent 21. ágúst 2025 14:52
Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Árni Árnason, mannauðsstjóri Elju, hefur slegið í gegn með ádeilusketsum sínum sem fjalla um Uglu Tré, sem vinnur í íslenska kerfinu. Nú er Ugla farin að vinna við að hreinsa upp árnar af eldislaxi fyrir breska auðkýfinga því norsku kafararnir eru svo dýrir. Lífið 21. ágúst 2025 11:53
Andaðu rólega elskan... Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Skoðun 21. ágúst 2025 11:32
„Þetta er innrás“ Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Innlent 20. ágúst 2025 13:01
Öndum rólega – á meðan húsið brennur Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Skoðun 20. ágúst 2025 13:01
Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Innlent 19. ágúst 2025 22:00
Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Innlent 19. ágúst 2025 16:40
Öndum rólega Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Skoðun 19. ágúst 2025 07:00
Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. Skoðun 18. ágúst 2025 14:31
Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ Innlent 17. ágúst 2025 21:01
Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Innlent 17. ágúst 2025 19:30
„Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Fiskistofa greindi frá því í gær að hluti þeirra laxa úr Haukadalsá sem áður voru taldir eldislaxar væru svokallaðir hnúðlaxar. Fiskifræðingur segist 100% viss um að lax sem fundist hefur í ánni sé sjókvíaeldislax og segir stöðuna áfram óljósa og alvarlega. Innlent 16. ágúst 2025 13:04
Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ „Sjókvíeldislaxinn sem veiddist um nóttina 14. ágúst var sjókvíeldislax, en ætlaður eldislax í talningu Fiskistofu, allavega að hluta til, reyndist vera hnúðlax. Það eru þeirra mistök. Við getum bara sagt það eins og er.“ Innlent 15. ágúst 2025 15:52
Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir fyrirtækið ekki hafa vitað af gati í sjókví þess í Dýrafirði fyrr en í gær. Undirverktaki hafi tekið mynd af gatinu við eftirlit í byrjun júlí en ekki greint fyrirtækinu frá því. Innlent 15. ágúst 2025 15:13
„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Innlent 15. ágúst 2025 12:30
Hið landlæga fúsk Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Skoðun 15. ágúst 2025 12:03
Stefán Kristjánsson er látinn Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbóndi frá Grindavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 12. ágúst, 61 árs að aldri. Innlent 15. ágúst 2025 10:29
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Innlent 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Innlent 14. ágúst 2025 19:16
Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. Innlent 14. ágúst 2025 17:18